Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norðlenskir bændur keyptu hey fyrir 25 milljónir
Gamalt og gott 14. júní 2018

Norðlenskir bændur keyptu hey fyrir 25 milljónir

Á forsíðu Bændablaðsins fyrir fimm árum, 6. júní 2013, var greint frá því að norðlenskir bændur hefðu þurft að punga út 25 milljónum króna til kaupa á heyi veturinn sem þá leið.

Í viðtalið við Benedikt Hjaltason verktaka kemur fram að áætlað sé að búið hafi verið að flytja um 2.000 til 2.500 heyrúllur af Suður- og Vesturlandi inn á Norðurland liðinn vetur og norðlenskir bændur hafi þurft að greiða allt að 25 milljónir króna fyrir það.

„Benedikt er enn að, flutti um 200 rúllur í liðinni viku og álíka magn verður flutt norður í þessari viku, segir í umfjölluninni.“  

„Auk hans hafa fjórir til fimm aðilar aðrir annast heyflutninga. Verðið er um 11 þúsund krónur á rúllu, þær kosta yfirleitt um 6.000 krónur hver og ofan á leggjast um 5.000 krónur í flutningsgjald. „Ég vil hrósa bændum í öðrum héröðum, t.d. á Suður- og Vesturlandi, fyrir að bjóða hey á skikkanlegu verði, þeir hafa alls ekki notfært sér það ástand sem skapast hefur hér norðan heiða og tekið upp á því að hækka verð á heyi, þó að aðstæður hafi vissulega skapast til þess með aukinni eftirspurn. Það finnst mér til fyrirmyndar,“ segir Benedikt. Heyflutningum ekki lokið Hann segir að þótt komið sé fram í júní sé heyflutningum milli landshluta fráleitt lokið. Nú í vikunni var hann t.d. beðinn um að sækja um 50 rúllur suður yfir heiðar, „og ég fer mjög sennilega þrjár ferðir í vikunni, þegar upp verður staðið í vikulok verða þetta tæplega 200 rúllur,“ segir Benedikt. Bændur á norðanverðu landinu eru margir hverjir orðnir tæpir með hey, enda var uppskera með minna móti á liðnu sumri vegna þurrka og þá settist vetur óvenjusnemma að liðið haust, hófst með látum strax í byrjun september. Búpeningur hefur meira og minna verið á húsi í allan vetur og langt fram á vor, þannig að hratt og örugglega hefur gengið á heybirgðir sem víða eru á þrotum,“ segir ennfremur í umfjölluninni í 11. tölublaði Bændablaðsins 2013.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...