Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Norðlenskir bændur keyptu hey fyrir 25 milljónir
Gamalt og gott 14. júní 2018

Norðlenskir bændur keyptu hey fyrir 25 milljónir

Á forsíðu Bændablaðsins fyrir fimm árum, 6. júní 2013, var greint frá því að norðlenskir bændur hefðu þurft að punga út 25 milljónum króna til kaupa á heyi veturinn sem þá leið.

Í viðtalið við Benedikt Hjaltason verktaka kemur fram að áætlað sé að búið hafi verið að flytja um 2.000 til 2.500 heyrúllur af Suður- og Vesturlandi inn á Norðurland liðinn vetur og norðlenskir bændur hafi þurft að greiða allt að 25 milljónir króna fyrir það.

„Benedikt er enn að, flutti um 200 rúllur í liðinni viku og álíka magn verður flutt norður í þessari viku, segir í umfjölluninni.“  

„Auk hans hafa fjórir til fimm aðilar aðrir annast heyflutninga. Verðið er um 11 þúsund krónur á rúllu, þær kosta yfirleitt um 6.000 krónur hver og ofan á leggjast um 5.000 krónur í flutningsgjald. „Ég vil hrósa bændum í öðrum héröðum, t.d. á Suður- og Vesturlandi, fyrir að bjóða hey á skikkanlegu verði, þeir hafa alls ekki notfært sér það ástand sem skapast hefur hér norðan heiða og tekið upp á því að hækka verð á heyi, þó að aðstæður hafi vissulega skapast til þess með aukinni eftirspurn. Það finnst mér til fyrirmyndar,“ segir Benedikt. Heyflutningum ekki lokið Hann segir að þótt komið sé fram í júní sé heyflutningum milli landshluta fráleitt lokið. Nú í vikunni var hann t.d. beðinn um að sækja um 50 rúllur suður yfir heiðar, „og ég fer mjög sennilega þrjár ferðir í vikunni, þegar upp verður staðið í vikulok verða þetta tæplega 200 rúllur,“ segir Benedikt. Bændur á norðanverðu landinu eru margir hverjir orðnir tæpir með hey, enda var uppskera með minna móti á liðnu sumri vegna þurrka og þá settist vetur óvenjusnemma að liðið haust, hófst með látum strax í byrjun september. Búpeningur hefur meira og minna verið á húsi í allan vetur og langt fram á vor, þannig að hratt og örugglega hefur gengið á heybirgðir sem víða eru á þrotum,“ segir ennfremur í umfjölluninni í 11. tölublaði Bændablaðsins 2013.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...