Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands sauðfjárbænda.
Fréttir 15. mars 2019

Niðurstaðan afgerandi og eyðir óvissu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sauðfjárbændur samþykktu ný­verið breytingarnar á samn­ingnum sínum við ríkið með 68,12% greiddra atkvæða. Alls voru 2.297 á kjörskrá en atkvæði greiddu 1.035, eða 45%, 705 aðilar samþykktu en 313 höfnuðu samkomulaginu. 17 tóku ekki afstöðu.

Oddný Steina Valsdóttir, fyrrverandi formaður Lands­sambands sauðfjárbænda, segir gott að samningunum sé lokið og jákvætt að niðurstaðan hafi verið afgerandi og þeirri óvissu eytt og nú sé hægt að fara að vinna eftir niðurstöðunni. „Í samningnum eru ýmis atriði sem skipta okkur máli inn í framtíðina eins og liðurinn um framleiðslujafnvægi. Ef við notum ákvæðið rétt getur það komið í veg fyrir krappar markaðsdýfur eða að minnsta kosti dregið úr þeim og haldið meira jafnvægi í afkomu sauðfjárbænda og tryggt rekstraröryggi þeirra til framtíðar.“

Tilfærsla á greiðslum

„Í samningnum er dregið úr framleiðsluhvata. Skoðanir bænda voru hvað skiptastar um tilfærslu á fjármagni á milli liða og það er svo sem ekki nýtt deiluefni. Ég tel í því sambandi að við þurfum áfram að horfa til þess og einbeita okkur að því að jafna stöðu sauðfjárbænda. Gert er ráð fyrir því í samkomulaginu.“

Oddný segist trúa því að í gegnum samninginn sé hægt að vinna að auknum jöfnuði og mikilvægt að stefnt verði að því hvar sem bændur standa innan kerfisins.

Nauðsynlegt að hagræða í afurðakerfinu

„Helsti ókostur samningsins er að í honum er hvergi talað inn í eða tekið beint á stöðunni eins og hún er í dag eða því afleita afurðaverði sem bændur búa við. Við fengum til dæmis ekki í gegn aðgerðir sem snúa að afurðageiranum þrátt fyrir að það séverið að vinna í því máli áfram.

Að mínu mati verða afurða­stöðvarnar að fara á undan í því máli og horfa betur til þess hvernig má hagræða frekar á þeim vígstöðvum því afurðakerfið er sá hluti sem er óhagkvæmastur í framleiðsluferlinu í dag.“

Byggja þarf upp samkeppnishæfni afurðastöðvanna

„Bændur hafa lengi verið samkeppnis­hæfir gagnvart heimsmarkaðsverði. Afurðastöðvarnar hér á landi eru mjög lítil fyrirtæki sem núna standa frammi fyrir samkeppni við mjög stór erlend fyrirtæki sem búa við allt aðrar aðstæður en eru hér á landi.

Stjórnvöld verða því að koma til móts við og bæta þann jarðveg sem afurðastöðvarnar búa við á sama tíma og stöðvarnar byggja upp sína samkeppnishæfni sem að mínu mati byggir á gæðum og sérstöðu íslenskra landbúnaðarvara,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands sauðfjárbænda.

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...