Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Neðri-Hóll
Bóndinn 12. apríl 2018

Neðri-Hóll

Ábúendur á Neðri-Hól í Staðarsveit keyptu jörðina 1. maí 2013 og hafa því búið þar í tæp fimm ár. Þau Snæbjörn Viðar og Þórunn Hilma keyptu jörðina með húsnæði og tækjum, en án bústofns. Síðustu ár hafa því farið í að byggja upp bústofninn og koma öllu í betra stand. 
 
Þau tóku þá ákvörðun fyrir rúmu ári að bjóða upp á gistingu á heimilinu og eru með tvö herbergi í útleigu, svo eldhúsið er alltaf þéttsetið af nýjum gestum á hverjum degi. 
 
Býli:  Neðri-Hóll.
 
Staðsett í sveit:  Í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi.
 
Ábúendur: Snæbjörn Viðar Narfason og Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Snæbjörn á tvö börn, Alexöndru Ösp, 18 ára og Bjarka Snæ, 13 ára. Þau koma til okkar í sveitina um helgar og í fríum. Þórunn á þrjú börn, Hilmar Bjarna, 17 ára, Írisi Önnu, 15 ára og Sigurbjörn Ágúst, 13 ára. Strákarnir búa á bænum en Íris kemur í sveitina um helgar og í fríum. Kettirnir okkar heita Lipurtá og Doppa og eru prinsessurnar á heimilinu. Einnig eru á heimilinu fjórir Border Collie hundar, Freyja, Birta, Nellý og Tryggur.
 
Stærð jarðar?  50 hektarar ræktaðs lands og 400 hektarar í óskiptu landi.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 64 nautgripir, 250 kindur og 13 hænur.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Fer alveg eftir árstíð en hver dagur byrjar allavega á mjöltum og gjöf og endar á því sama. Hádegið fer í að gera gistinguna klára allt árið um kring. Á sumrin nýtist tíminn milli mjalta í heyskap, girðingavinnu og verktakavinnu, bæði við að heyja fyrir aðra og keyra túrista.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Snæbjörn segir að sauðburður og smalamennskan sé það skemmtilegasta. Þórunni finnst heyskapurinn skemmtilegastur. Ekkert leiðinlegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Draumurinn er að byggja lausagöngufjós og fjölga nautgripum. Bæta aðstöðuna fyrir kindur og rækta upp meira land. Við stefnum á að halda áfram með gistiheimilið í þeim anda sem er núna. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bændur eru duglegir að tala saman, en stundum helst til mikið yfir kaffibolla heima hjá sér. Við þyrftum að ná meiri samstöðu oft og tíðum. Máltækið betur má ef duga skal passar vel við hér.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum rétt á spöðunum og önum ekki út í breytingar, breytinganna vegna. Við erum með frábært hráefni, notum lítið af lyfjum í matvælaframleiðslu og bændur eru örugglega þrjóskasta starfsstétt sem til er. En til þess að við getum haldið áfram öflugri matvælaframleiðslu verða allir að standa saman. 
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Langbesti útflutningurinn er náttúrlega að selja útlendingunum sem koma hingað til lands þessi frábæru matvæli sem við framleiðum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og sultur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambafillet með fiturönd, kryddað með salti og pipar. Annars eru allar lamba- og nautasteikur mjög vinsælar.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru mörg.  T.d. þegar mjólkurkálfarnir voru hafðir úti á túni og við náðum þeim alltaf inn með því að labba að þeim og sveifla mjólkurfötunni. Svo var bara að hlaupa nógu hratt undan þeim inn í fjós. Einu sinni var húsmóðirin heldur svifasein, kálfarnir náðu henni og einn slysaðist til að smokra framfótunum ofan í stígvélin hjá frúnni. Eftir það hljóp hún stjórnlaus um túnið með kálfinn á eftir.

5 myndir:

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...