Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nautaþynnur í salati og fiskibollur með niðurrifnu grænmeti
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 29. janúar 2016

Nautaþynnur í salati og fiskibollur með niðurrifnu grænmeti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Nú er lag að minnka próteinneysluna og taka stærri skammt af vítamínum inn í næringuna. En við skulum ekki hætta að borða kjöt og fisk – bara minnka skammtinn og bæta okkur upp með sætum kartöflum og ljúffengu rótargrænmeti sem er enn þá til í kældum geymslum bænda. 
 
 
Hér á eftir eru uppskriftir að ljúffengu salati með nautaþynnum.
 
Fiskibollur er hægt að gera í mörgum mismunandi tegundum af fiski, t.d. þorski, ýsu eða jafnvel laxi. Það er holl og góð tilbreyting að setja mikið af niðurrifnu grænmeti og jafnvel kart­öflum í bollurnar.
 
Nautasteik og salat
 • 100 g nautasteik á mann
 • 200 g blandað grænmeti
Aðferð
Steikið nautakjötið á pönnu, bætið miklu af grænmeti og sætum kartöflum á pönnuna, ásamt hvítlauk. Steikið kjötið rólega í um 10–20 mínútur. Mælið kjötið með kjarnhitamæli til að ná réttri steikingu. Nautakjöt er bleikt í kringum 58°C í miðju. Skerið í þynnur og setjið svo í skál ásamt olíu. Blandið vel saman. Kryddið með salti og pipar. Berið fram með hollri sósu og grænmeti. Hægt er að strá nokkrum kartöfluflögum til að fá bit í salatið. Myndband af steikingunni er að finna á bbl.is og á eftirfarandi slóð: https://youtu.be/uBArYdOz03M.
 
Fiskibollur með fljótlegu remúlaði – fyrir fjóra
 • 600 g þorskur, ýsa eða lax 
 • 1 tsk. sjávarsalt
 • 2 egg
 • 2 msk. hveiti
 • 1 ½ bolli rjómi
 • 1 gulrót
 • 1 stk. kartafla
 • ½ búnt af dilli eða annað krydd
 • ögn ferskur malaður hvítur pipar
 • 10 g af smjöri
 • 1 msk. canolaolía til steikingar
Fljótlegt remúlaði
 • 1 fennel
 • 2 gulrætur
 • ½ blómkál
 • 2 msk. venjuleg olía
 • 20 g af sætu, t.d. hrásykur eða maple sýróp
 • 3 msk. eplaedik
 • Majónes (hægt að nota tilbúið og sleppa hér fyrir neðan)
 • 2 stk. eggjarauður
 • 1 msk. sinnep
 • 1 msk. edik
 • 3 dl. olía
 • ½ búnt af kerfil
 • 50 g súrsaðar gúrkur
 • Sjávarsalt og ferskur malaður pipar 
 
Aðferð
Notið eingöngu ferskan fisk. Setjið fiskinn í hakkavél (líka hægt að kaupa fiskihakk) eða matvinnsluvél. Vinnið saman og bætið með salti. Bætið svo eggi, hveiti og rjóma, smá í einu. Hrærið vel þar til allt kemur saman. Flysjið gulrót og kartöflu og rífið á fínu rifjárni. Pressið safann úr grænmeti með höndum og hrærið í fiskiblönduna. Að lokum, bætið við hökkuðu dilli og pipar og látið blönduna standa í 30 mínútur í kæli. Þá er steikt á pönnu með helmingi af smjöri og helmingi af olíu. Það er mikilvægt að hafa þolinmæði til að fá góða skorpu en hún getur gert gæfumuninn. Framreiðið með soðnum kartöflum, góðu brauði, fersku grænmeti og heimalöguðu remúlaði.
 
Fljótlegt heimalagað remúlaði
 
Undirbúið og þvoið grænmetið. Rífið blómkál á grófu hliðinni á rifjárni og setjið í skál. Sneiðið gulrætur og fennel í litla teninga. Setjið grænmetið í pott ásamt olíu, salti, pipar, hrásykri (maple sýrópi) og eplaediki. Látið malla í um 3–4 mín. Dragið pönnuna af hita og kælið. Meðan grænmetið kólnar er kominn tími til að hræra majónesið (má nota tilbúið). 
 
Sláið saman eggjarauðu, sinnepi, eplaediki, salti og pipar í blandara eða með þeytara. Olía sett rólega í mjórri bunu svo majónesið skiljist ekki. Þegar öll olían er komin út í, bragðbætið með smá salti, pipar og skvettu af ediki. Blandið að lokum grænmeti við ásamt  hökkuðum súrum gúrkum í majónesið og kryddið með fínt hökuðum kerfil.
 
Ábending: Það er mikilvægt að öll innihaldsefni fyrir köldu bollurnar geta skilið sig ef ekki er allt vel kælt.
 
Súkkulaði-risotto með þeyttum rjóma, karamelluðum Rice Krispies og hindberjum
 
Aðferð
Hrísgrjóngraut (risotto ef við notum ítölsk grjón) er hægt að gera allt að þremur dögum á undan. Líka er hægt að kaupa tilbúinn hrísgrjónagraut og bæta í þeyttum rjóma. Karamelluð Rice Krispies er hægt að laga löngu áður og halda í allt að einn mánuð í loftþéttum umbúðum. Frábært út á ís eða jafnvel óhrært skyr fyrir sætu og skemmtilega áferð.
 
Súkkulaði hrísgrjóna risotto (hrísgrjónagraut má kaupa tilbúinn í pakka eða í dollu frá MS)
 • 3 bollar nýmjólk
 • 3 tsk. sykur
 • Örlítið salt
 • 1/3 bolli Arborio hrísgrjón (risotto grjón líka má nota gömlu grautar­ grjónin)
 • 150 g gott ekta súkkulaði (ef ekki er notað ekta súkkulaði þarf að bæta við tveimur blöðum af matarlími), fínt saxað
 • 4 msk. ósaltað smjör, skorið í litla bita
 • 1 peli rjómi (létt þeyttur)
Í pott, sameinið mjólk, sykur, salt og hrísgrjón. Komið til suðu og látið malla yfir miðlungs hita. Hrært í um 15 mín. þar til grjónin eru lin. Grauturinn verður þykkari en rjómi. Hrærið út í hökkuðu súkkulaði og smjöri þar til allt er blandað vel saman. Blandan mun þykkna. Látið kólna og blandið svo þeyttum rjóma í. Framreiðið með berjum og karamelluðum Rice Krispies.
 
Karamellað Rice Krispies:
 • 4 msk. sykur
 • 2 msk. vatn
 • 1 bolli Rice Krispies
Komið sykri og vatni til að sjóða yfir miðlungs hita í 1 mínútu. Stráið Rice Krispies yfir sírópið, hrært varlega í (blandan verður klessa). Haldið áfram að hræra varlega yfir miðlungs hita (hrísgrjón munu skilja) þangað til kornin eru gullinbrún (pannan mun vera með smá reyk en það er eðlilegt meðan sykurinn brúnast) í 4 til 5 mínútur. Fjarlægið af hita og setjið strax á smjörpappír til að kæla niður. Brjótið upp köggla með höndunum. Kælið síðan á eldhúsborðinu.

6 myndir:

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...