Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Nákuðungar verða nú algengari fyrir austan vegna hlýnunar sjávar.
Nákuðungar verða nú algengari fyrir austan vegna hlýnunar sjávar.
Mynd / iNaturalist
Fréttir 31. ágúst 2023

Nákuðungar sniglast um austfirskar fjörur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nákuðungur (Nucella lapillus) er nú farinn að sjást æ oftar í fjörum Austurlands en lengi var talið að sjór austan við land væri of kaldur til að nákuðungar fengju lifað þar.

Teknir voru saman allir fundarstaðir nákuðungs á Austurlandi nú í sumar og annaðist Náttúrustofa Austurlands verkefnið í kjölfar þess að tegundarinnar varð vart í fjöru utan við Skálanes í Seyðisfirði í júnílok.

Kuðungurinn hefur samkvæmt samantektinni fundist á í það minnsta sex stöðum eystra; í Finnafirði, Bjarnarey, Skálanesfjöru, á Teigarhorni, Djúpavogi og Stokksnesi.

Hlýnun sjávar gæti verið völd að breytingunni en fram til þessa hefur kuðungurinn, sem er sæsnigill af dofraætt, einkum fundist og verið algengur við suðvestur- og vesturströnd Íslands og allra helst í grýttum þangfjörum. Finnst hann einnig á ströndum norðvestanlands þótt í minna mæli sé.

Nákuðungur er við norðurmörk útbreiðslu sinnar hér á Íslandi. Hann er kjörfæða fyrir bogkrabba og ýmsa fugla sem leita ætis í fjörum en lifir sjálfur mest á hrúðurkörlum og smákræklingum. Hann verður kynþroska við þriggja ára aldur og elstu dýrin verða um tíu ára.

Nákuðungurinn er fæða fyrir ýmsa fjörufugla á borð við tjalda, tildrur og sendlinga en æður og mávar fúlsa heldur ekki við þeim. Hann lifir almennt í öllum fjörum hvort sem er brimsömum eða skjólsælum en liggur marga mánuði í dvala undir slútandi steinum að vetrarlagi.

Kuðungstegundin er vöktuð af Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum, meðal annars er það gert til að fylgjast með styrk lífrænna tinsambanda í lífríki sjávar.

Skylt efni: Nytjar hafsins

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...