Ísteka ehf. mun sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi fyrir næsta sumar. Myndin er tekin í húsakynnum Ísteka.
Ísteka ehf. mun sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi fyrir næsta sumar. Myndin er tekin í húsakynnum Ísteka.
Mynd / ghp
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfullum hryssum til Matvælastofnunar, sem byggi ekki á reglugerð EFTA um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Eins og fram hefur komið í Bændablaðinu rann starfsleyfi fyrirtækisins til blóðtöku úr fylfullum hryssum út 5. október sl. Eru forsvarsmenn Ísteka ósáttir við að undirliggjandi regluverk starfseminnar hafi fyrir nokkru verið fellt undir fyrrnefnda reglugerð og kalla þá breytingu ofur-blýhúðun. Meginsjónarmið fyrirtækisins er, að sögn Kristins Hugasonar, samskiptastjóra Ísteka, að téð starfsemi sé afurðaframleiðsla en ekki vísindarannsókn og hyggst fyrirtækið láta reyna á það. Stendur fyrirtækið nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa, gagngert til að fá ákvörðuninni hnekkt.

Haft var eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra fyrr á árinu að ný leyfisveiting til Ísteka til blóðtöku yrði veitt á grundvelli téðrar reglugerðar. Eftir er að sjá lyktir yfirstandandi dómsmáls sem væntanlega mun skýra hvort fyrirtækið þarf að sækja um leyfi á grunni tilskipunarinnar.

Samkvæmt þessu er alls óljóst hvort blóðtaka úr fylfullum hryssum muni halda áfram á næsta ári. Gæti það haft áhrif á talsverðan fjölda búa sem haldið hafa blóðtökuhryssur.

Skylt efni: Ísteka | blóðmerahald

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...