Mjólkursamsalan mun nota upprunamerkið á vörur sínar
Fréttir 24. nóvember 2025

Mjólkursamsalan mun nota upprunamerkið á vörur sínar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mjólkin frá Mjólkursamsölunni verður sjötta vörumerkið sem fær upprunamerkið Íslenskt staðfest á sínar umbúðir.

Til að byrja með verður mjólkin eingöngu merkt, eða frá næstu áramótum, en fleiri vörur munu svo í framhaldinu fá upprunamerkið.

Auðveldara að taka upp merkið

Íslenskt staðfest er vottað upprunamerki fyrir matvörur og blóm í eigu Bændasamtaka Íslands sem tekið var í notkun í mars árið 2022. Neytendur eiga að geta treyst því að merkið sé eingöngu notað á vörur sem eru framleiddar og pakkað á Íslandi. Framleiðendur ábyrgjast að hráefni sé raunverulega íslenskt, en það er Vottunarstofan Sýni sem sér um úttektir hjá þeim fyrirtækjum sem kjósa að nota merkið.

Herdís Magna Gunnarsdóttir Mynd / Aðsend

Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður BÍ, formaður stjórnar Íslenskt staðfest, segir að undanfarið eina og hálfa árið hafi verið nýtt til að kanna hvernig megi gera merkið aðgengilegra fyrir mögulega notendur. Við höfum átt mjög góð samtöl við framleiðendur og fengið gagnlegar ábendingar sem við höfum tekið tillit til og gert breytingar án þess að þær hafi nokkur áhrif á trúverðugleika merkisins. Skilmálar eru nú skýrari og öryggi trúnaðarupplýsinga tryggt enn betur þannig að auðveldara er fyrir notendur að taka upp merkið.“

Merki sem neytendur þekki og treysti

Innan vébanda Íslenskt staðfest eru nú Ártangi, Sólskins, Grænegg, Lambhagi og Holta. „Kostnaður við merkið hefur verið gagnrýndur og höfum við sýnt því skilning,“ segir Herdís. „Rekstur Íslenskt staðfest er ekki hagnaðardrifinn en óhjákvæmilega þarf að tryggja grunnkostnað vegna kynninga á merkinu og úttekta sem eru í höndum þriðja aðila.

Þetta er grunnurinn að því að neytendur viti fyrir hvað merkið stendur, þannig að það standi upp úr hafsjó merkingaóreiðunnar, og að Íslenskt staðfest sé merki sem neytendur þekki og treysti.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...