Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Skemmd grös í kartöflugarði í Þykkvabæ.
Fréttir 16. ágúst 2017

Mismiklar skemmdir á görðum í Þykkvabæ

Höfundur: Vilmundur Hansen

Markús Ársælsson kartöflubóndi í Hákoti í Þykkvabæ segir að nánast allir kartöflugarðar í Þykkvabæ hafa orðið fyrir skemmdum, en mismiklum, í næturfrosti um síðustu helgi.

„Ég rækta kartöflur á 18 til 20 hekturum og það sjást skemmdir á öllum görðunum en mismiklar.

Þar sem skemmdirnar eru verstar dregur úr sprettu en þar sem skemmdirnar eru minnstar munu þær ekki hafa nein áhrif.“

Að sögn Markúsar er það sem skiptir mestu máli núna er að það komi ekki aftur frost á grösin. „Gerist það aftur verða grösin fyrir miklu meira áfalli og þá erum við að tala um mikið tjón.

Það er ekki nema miður ágúst núna og ef ekkert gerist frá í september er tjónið ekki svo mikið og við í þokkalegum málum. Útlitið er ekki gott fyrir næstu helgi og ef himininn heldur áfram að vera skafheiðríkur eins og hann er núna er töluverð hætta á næturfrosti. Hver dagur er því dýrmætur fyrir okkur hvað uppskeruna varðar.“

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...