Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Minneapolis Moline – fyrsti traktorinn með sígarettukveikjara í mælaborðinu
Á faglegum nótum 17. febrúar 2015

Minneapolis Moline – fyrsti traktorinn með sígarettukveikjara í mælaborðinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dráttarvélaframleiðandinn Minneapolis-Moline varð til árið 1929 við samruna þriggja fyrirtækja; stál- og vélaframleiðandann Minneapolis Steel & Machinery (MSM), Minneapolis Threshing Machine, sem framleiddi þreskivélar og  Moline Plow sem framleiddi plóga og önnur jarðvinnslutæki.

Minneapolis Steel & Machinery sem var stærst þessara fyrirtækja var alræmt fyrir harða afstöðu sína gegn verkalýðsfélögum og viljaleysi til samninga. MS&M tókst til dæmis að halda verkalýðsfélögum frá þátttöku í samningagerð við starfsmenn sína í 20 ár. Það var ekki fyrri en í fyrri heimsstyrjöldinni að samningar um laun og réttindi tókust eftir að starfsmenn höfðu hótað verkfalli en fyrirtækið var stórframleiðandi stríðstóla á þeim árum. Eftir samruna fyrirtækjanna erfði Minneapolis-Moline afstöðu MS&M í réttindamálum starfsmanna og stóðu málaferli um eftirlaunarétt starfmanna fram að upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar.

Tækninýjungar en léleg sala

Fyrir samruna fyrrnefndra fyrirtækja hafði MS&S framleitt dráttarvélar í rúman átatug. Fyrstu traktorarnir þóttu stórir, klunnalegir og ómeðfærilegir. Árið 1917 setti fyrirtækið á markað nettari dráttarvél sem kallaðist Twin City 16/30 og var með stálhlíf yfir mótornum og hús fyrir ökumanninn. Twin City var jafnframt fyrsta rafræsta dráttarvélin og með framljósum. Vélarnar þóttu nýstárlegar og ekki voru framleiddar af þeim nema 700 eintök.

Tveimur árum seinna sendi MS&S frá sér vél sem líktist Fordson en var fullkomnari og talsvert dýrari. Þrátt fyrir verðið var sá traktor vinsæll og seldist að meðaltali í 3.000 eintökum á ári næstu 15 árin.

UDLX öll heimsins þægindi

Best heppnaða dráttarvél Minneapolis-Moline var framleiðslulína sem kallaðist UDLX og stendur fyrir U Delux og kom á markað árið 1938. Traktorar sem tilheyrðu UDLX-línunni þóttu einstaklega þægilegir og tæknivæddir. Hægt var að hita húsið, það var þurrka á framrúðunni og bílstjórasætið var bólstrað. Startarinn var rafvæddur og í mælaborðinu var hraðamælir, útvarp og sígarettukveikjari. Vegna allra tækninýjunganna þóttu UDLX-dráttarvélar dýrar en seldust þokkalega.

Samruni og dauði

Næsta útspil voru svokallaðar G línur og M línur sem báðar fóru í framleiðslu um 1960. Fram­­leiðslu M línunnar var hætt eftir 10 ár. Innan G línunnar voru stærstu og öflugustu drátta­rvélarnar sem Minneapolis-Moline hafði nokkurn tíma framleitt og voru þær í framleiðslu til  ársins 1974.

White Motor Company tók yfir Minneapolis-Moline árið 1963 og kastaði nafni þess árið 1973. Í dag er Minneapolis-Moline hluti af AGCO sem er stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í Bandaríkjunum en AGCO keypti White árið 1991.

Gult var einkennislitur Minneapolis-Moline frá upphafi og ekki er vitað til að eintak af einum slíkum hafi ratað til Íslands.

Skylt efni: dráttarvélar

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...