Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Starfsfólkið í minkabúinu Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var íklætt Pollapönkarabúningum þegar það tók á móti gestum í opnu húsi laugardaginn 24. maí. Eigendur búsins, þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, eru fyrir miðri mynd.
Starfsfólkið í minkabúinu Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var íklætt Pollapönkarabúningum þegar það tók á móti gestum í opnu húsi laugardaginn 24. maí. Eigendur búsins, þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, eru fyrir miðri mynd.
Líf og starf 6. júní 2014

Minkabændur í Mön kynntu starfsemi sína

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á þriðja hundrað manns mættu á opið hús laugardaginn 24. maí síðastliðinn hjá Katrínu Sigurðardóttur og Stefáni Guðmundssyni, minkabændum í Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tilgangur þessa viðburðar var að uppfræða og kynna starfsemi minkabúsins fyrir almenningi.

Athygli vakti að eigendur búsins og starfsmenn klæddust Pollapönksbúningum í ýmsum skærum litum í tilefni dagsins. Með því vildu þeir vekja athygli á fordómum sem gjarnan ber á gagnvart búgreininni vegna þekkingarleysis. Boðskapur Pollapönkara um enga fordóma átti því vel við.

Dagurinn mæltist vel fyrir. Gestir fengu að halda á litlum minkahvolpum en got er nú nýafstaðið. Fólk fékk leiðsögn um búið og fræðslu um búskapinn og vinnslu skinnanna. Til sölu var handunnið minkaskart sem Katrín vinnur. Fyrir yngstu kynslóðina var barnahorn þar sem hægt var að taka þátt í teiknimyndasamkeppni og blása í blöðrur. Allir fengu svo heimabakaðar veitingar í lokin.

Heppnaðist þessi dagur hið besta og gestir fóru fróðari heim

12 myndir:

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...