Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Starfsfólkið í minkabúinu Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var íklætt Pollapönkarabúningum þegar það tók á móti gestum í opnu húsi laugardaginn 24. maí. Eigendur búsins, þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, eru fyrir miðri mynd.
Starfsfólkið í minkabúinu Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var íklætt Pollapönkarabúningum þegar það tók á móti gestum í opnu húsi laugardaginn 24. maí. Eigendur búsins, þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, eru fyrir miðri mynd.
Líf og starf 6. júní 2014

Minkabændur í Mön kynntu starfsemi sína

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á þriðja hundrað manns mættu á opið hús laugardaginn 24. maí síðastliðinn hjá Katrínu Sigurðardóttur og Stefáni Guðmundssyni, minkabændum í Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tilgangur þessa viðburðar var að uppfræða og kynna starfsemi minkabúsins fyrir almenningi.

Athygli vakti að eigendur búsins og starfsmenn klæddust Pollapönksbúningum í ýmsum skærum litum í tilefni dagsins. Með því vildu þeir vekja athygli á fordómum sem gjarnan ber á gagnvart búgreininni vegna þekkingarleysis. Boðskapur Pollapönkara um enga fordóma átti því vel við.

Dagurinn mæltist vel fyrir. Gestir fengu að halda á litlum minkahvolpum en got er nú nýafstaðið. Fólk fékk leiðsögn um búið og fræðslu um búskapinn og vinnslu skinnanna. Til sölu var handunnið minkaskart sem Katrín vinnur. Fyrir yngstu kynslóðina var barnahorn þar sem hægt var að taka þátt í teiknimyndasamkeppni og blása í blöðrur. Allir fengu svo heimabakaðar veitingar í lokin.

Heppnaðist þessi dagur hið besta og gestir fóru fróðari heim

12 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...