Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Starfsfólkið í minkabúinu Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var íklætt Pollapönkarabúningum þegar það tók á móti gestum í opnu húsi laugardaginn 24. maí. Eigendur búsins, þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, eru fyrir miðri mynd.
Starfsfólkið í minkabúinu Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var íklætt Pollapönkarabúningum þegar það tók á móti gestum í opnu húsi laugardaginn 24. maí. Eigendur búsins, þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, eru fyrir miðri mynd.
Líf og starf 6. júní 2014

Minkabændur í Mön kynntu starfsemi sína

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á þriðja hundrað manns mættu á opið hús laugardaginn 24. maí síðastliðinn hjá Katrínu Sigurðardóttur og Stefáni Guðmundssyni, minkabændum í Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tilgangur þessa viðburðar var að uppfræða og kynna starfsemi minkabúsins fyrir almenningi.

Athygli vakti að eigendur búsins og starfsmenn klæddust Pollapönksbúningum í ýmsum skærum litum í tilefni dagsins. Með því vildu þeir vekja athygli á fordómum sem gjarnan ber á gagnvart búgreininni vegna þekkingarleysis. Boðskapur Pollapönkara um enga fordóma átti því vel við.

Dagurinn mæltist vel fyrir. Gestir fengu að halda á litlum minkahvolpum en got er nú nýafstaðið. Fólk fékk leiðsögn um búið og fræðslu um búskapinn og vinnslu skinnanna. Til sölu var handunnið minkaskart sem Katrín vinnur. Fyrir yngstu kynslóðina var barnahorn þar sem hægt var að taka þátt í teiknimyndasamkeppni og blása í blöðrur. Allir fengu svo heimabakaðar veitingar í lokin.

Heppnaðist þessi dagur hið besta og gestir fóru fróðari heim

12 myndir:

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara