Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikil söluaukning á eggjum
Gamalt og gott 21. desember 2018

Mikil söluaukning á eggjum

Fyrir fimm árum, í jólablaði Bændablaðsins árið 2013, var sagt frá gríðarlegri söluaukningu á íslenskum eggjum. Rætt var við Þorsteinn Sigmundsson eggja- og kjúklingabónda í Elliðahvammi og formann eggjabænda sem sagði að desembermánuður hefði slegið öll met – þrátt fyrir að hann væri varla hálfnaður. Hann sagði að lífsstílsbreytingar og fjölgun ferðamanna á Íslandi skýri söluaukninguna.

„Það fór að bera á því fyrir svona tveimur til þremur árum að sala á eggjum fór að aukast. Svo fyrir um ári varð veruleg aukning og við höfum nú tengt þetta við tiltekna lífsstíla í mataræði sem hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum, þar sem áhersla er lögð á að hafa lítið af einföldum kolvetnum í fæðunni. Þannig að yngra fólk er aftur orðið að virkum neytendum eggja.

Eggin hafa á undanförnum árum endurheimt stöðu sína sem heilsufæði, enda eru þau algjörlega náttúruleg afurð – fullkomlega innsigluð af hænunni – og hágæðafæða. Það er til dæmis ekki talað lengur um eggjarauðuna sem sérstaklega varasama. Við tengjum þessa söluaukningu líka við fjölgun ferðamanna til Íslands. Desember er til að mynda ekki lengur sölumesti mánuðurinn. Núna eru það mánuðirnir frá júní og fram í september sem langmest sala er í. Raunar er aukningin svo mikil að eggjabændur hafa þurft að skipuleggja búskap sinn upp á nýtt – og vera með hámarksframleiðslu um sumarið – hreinlega til að anna eftirspurninni,“ sagði Þorsteinn í viðtali við Bændablaðið 12. desember 2013.

Nálgast má eldri árganga Bændablaðsins í gegnum vefinn timarit.is.

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...