Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Miðdalur
Bóndinn 25. júní 2015

Miðdalur

Haustið 2013 ákváðum við að færa okkur um set, vorum áður sauðfjárbændur í Fjósatungu í Suður-Þingeyjarsýslu. Fluttum við í Miðdal í desember 2013 og tókum við rúmlega 600 vetrarfóðruðum kindum. Jörðin er mjög vel uppbyggð, nýlegt íbúðarhús byggt 2008 og eldra íbúðarhús byggt 1966. Fjárhúsin eru mjög góð, 900 fm, sem við endurnýjuðum algjörlega að innan síðastliðinn vetur. 
 
Býli:  Miðdalur og meðfylgjandi eyðijarðir eru Ytri-Svartárdalur, Fremri-Svartárdalur og Ölduhryggur.
 
Staðsett í sveit:  Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði.
 
Ábúendur: Ástþór Örn Árnason og Svana Ósk Rúnarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum tvö börn, Lilju Dóru f. 17.09.11, hún lést af slysförum 15.03.13. Viktor Árni fæddist 01.10.14.
 
Stærð jarðar?  Ræktað land er um 75 ha, jarðirnar samtals eru um 4500 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 720 vetrarfóðraðar kindur og fjárhundarnir Píla og Blesa.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Fer algjörlega eftir árstíma, eins og á flestum búum þá byrjar dagurinn og endar á gegningum þegar fé er á húsi. Inni á milli er öðrum verkefnum sinnt og við sjáum ekki fram á verkefnaskort. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegustu bústörfin eru að brasa með veikar skepnur og skafa grindur og taka til í fjárhúsum eftir sauðburð. Skemmtilegast er heyskapur í góðu veðri þegar ekkert bilar.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Stefnum að því að stækka og efla búið, fjölga fénu og einnig eru ýmsar aðrar hugmyndir í skoðun.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höfum miklar skoðanir á félagsmálum bænda sem erfitt er að tíunda í stuttri málsgrein. Það er von okkar að bændastéttin standi betur saman og lendi ekki í skotgröfum milli búgreina. Höfum trú á að það verði miklar breytingar á næstu árum og mjög mikilvægt að hafa sterkt fólk í forsvari fyrir okkur bændur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel ef fáir eiginhagsmunaaðilar ná ekki að ganga fram í því að ganga af landbúnaðinum dauðum. Við verðum að hafa trú á íslenskum landbúnaði. Afar mikilvægt er að við áttum okkur á því hvað við erum fámenn þjóð á heimsvísu ásamt því að vera eyland. Ef við getum ekki séð okkur sjálf fyrir matvælum þá gæti komið upp ástand sem yrði ekki búandi við.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Teljum að það séu tækifæri til að flytja út allar íslenskar búvörur, þetta er eingöngu spurning um framleiðslugetu umfram okkar þarfir og markaðssetningu. Við teljum að það sé ljóst að íslenskar landbúnaðarvörur eru í hæstu gæðaflokkum matvæla í heiminum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Undanrenna, ab-mjólk, harðfiskur, smjör, vínber, ostar og bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambakjöt, ærfille og lundir.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Föstudagurinn 15. mars 2013.

4 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...