Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Miðdalur
Bærinn okkar 25. júní 2015

Miðdalur

Haustið 2013 ákváðum við að færa okkur um set, vorum áður sauðfjárbændur í Fjósatungu í Suður-Þingeyjarsýslu. Fluttum við í Miðdal í desember 2013 og tókum við rúmlega 600 vetrarfóðruðum kindum. Jörðin er mjög vel uppbyggð, nýlegt íbúðarhús byggt 2008 og eldra íbúðarhús byggt 1966. Fjárhúsin eru mjög góð, 900 fm, sem við endurnýjuðum algjörlega að innan síðastliðinn vetur. 
 
Býli:  Miðdalur og meðfylgjandi eyðijarðir eru Ytri-Svartárdalur, Fremri-Svartárdalur og Ölduhryggur.
 
Staðsett í sveit:  Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði.
 
Ábúendur: Ástþór Örn Árnason og Svana Ósk Rúnarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum tvö börn, Lilju Dóru f. 17.09.11, hún lést af slysförum 15.03.13. Viktor Árni fæddist 01.10.14.
 
Stærð jarðar?  Ræktað land er um 75 ha, jarðirnar samtals eru um 4500 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 720 vetrarfóðraðar kindur og fjárhundarnir Píla og Blesa.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Fer algjörlega eftir árstíma, eins og á flestum búum þá byrjar dagurinn og endar á gegningum þegar fé er á húsi. Inni á milli er öðrum verkefnum sinnt og við sjáum ekki fram á verkefnaskort. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegustu bústörfin eru að brasa með veikar skepnur og skafa grindur og taka til í fjárhúsum eftir sauðburð. Skemmtilegast er heyskapur í góðu veðri þegar ekkert bilar.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Stefnum að því að stækka og efla búið, fjölga fénu og einnig eru ýmsar aðrar hugmyndir í skoðun.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höfum miklar skoðanir á félagsmálum bænda sem erfitt er að tíunda í stuttri málsgrein. Það er von okkar að bændastéttin standi betur saman og lendi ekki í skotgröfum milli búgreina. Höfum trú á að það verði miklar breytingar á næstu árum og mjög mikilvægt að hafa sterkt fólk í forsvari fyrir okkur bændur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel ef fáir eiginhagsmunaaðilar ná ekki að ganga fram í því að ganga af landbúnaðinum dauðum. Við verðum að hafa trú á íslenskum landbúnaði. Afar mikilvægt er að við áttum okkur á því hvað við erum fámenn þjóð á heimsvísu ásamt því að vera eyland. Ef við getum ekki séð okkur sjálf fyrir matvælum þá gæti komið upp ástand sem yrði ekki búandi við.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Teljum að það séu tækifæri til að flytja út allar íslenskar búvörur, þetta er eingöngu spurning um framleiðslugetu umfram okkar þarfir og markaðssetningu. Við teljum að það sé ljóst að íslenskar landbúnaðarvörur eru í hæstu gæðaflokkum matvæla í heiminum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Undanrenna, ab-mjólk, harðfiskur, smjör, vínber, ostar og bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambakjöt, ærfille og lundir.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Föstudagurinn 15. mars 2013.

4 myndir:

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...