Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn, hér eru fulltrúar hennar á hátíðinni.
Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn, hér eru fulltrúar hennar á hátíðinni.
Líf&Starf 27. júní 2018

Metþátttaka brugghúsa af öllu landinu

Aldrei hafa fleiri brugghús tekið þátt í Bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal, en hún var haldin í áttunda sinn nú nýverið. Þangað mættu 14 brugghús með afurðir sínar. 
 
Brugghúsin koma sum langar leiðir til að taka þátt í þessari helstu bjórhátíð landsins, sem dæmi má nefna Beljandi frá Breiðdalsvík, Brother‘s Brewery í Vestmannaeyjum og Austri frá Egilsstöðum. Á næsta ári er svo von á að brugghús frá Ísafirði og Húsavík bætist í hópinn.
 
Mikil matarveisla
 
Hátíðin er líka mikil matarveisla fyrir gesti, en eins og fyrri ár voru heimagerðar Bratwurzt-pylsur á boðstólum, ásamt „toguðum grís“ (e. pulled-pork). Pretzel-ið var auðvitað á sínum stað. Nú í ár bættist svo við matarframboðið, en argentískar lambasteikarlokur voru grillaðar ofan í hátíðargesti. Mikil og góð stemning var á meðal gesta, enda ekki hægt annað á meðan nægur bjór er til staðar og gnótt matar, að því er fram kemur á Facebook-síðu hátíðarinnar.
 
Þrír bestu
 
Eins og áður kjósa hátíðar­­­­gestir bestu þrjá bjóra hátíðarinnar. Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn. Öldur fékk svo verðlaun fyrir 2. og 3. sætið. Öldur fékk einnig verðlaun fyrir besta básinn. 
 
Efstu þrjú sætin voru eftirfarandi fyrir besta bjórinn:
  1. Bruggsmiðjan Kaldi – Belgískur Triple
  2. Öldur – Blámi (bláberjamjöður)
  3. Öldur – Rjóð (kirsuberjamjöður)

6 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...