Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn, hér eru fulltrúar hennar á hátíðinni.
Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn, hér eru fulltrúar hennar á hátíðinni.
Líf&Starf 27. júní 2018

Metþátttaka brugghúsa af öllu landinu

Aldrei hafa fleiri brugghús tekið þátt í Bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal, en hún var haldin í áttunda sinn nú nýverið. Þangað mættu 14 brugghús með afurðir sínar. 
 
Brugghúsin koma sum langar leiðir til að taka þátt í þessari helstu bjórhátíð landsins, sem dæmi má nefna Beljandi frá Breiðdalsvík, Brother‘s Brewery í Vestmannaeyjum og Austri frá Egilsstöðum. Á næsta ári er svo von á að brugghús frá Ísafirði og Húsavík bætist í hópinn.
 
Mikil matarveisla
 
Hátíðin er líka mikil matarveisla fyrir gesti, en eins og fyrri ár voru heimagerðar Bratwurzt-pylsur á boðstólum, ásamt „toguðum grís“ (e. pulled-pork). Pretzel-ið var auðvitað á sínum stað. Nú í ár bættist svo við matarframboðið, en argentískar lambasteikarlokur voru grillaðar ofan í hátíðargesti. Mikil og góð stemning var á meðal gesta, enda ekki hægt annað á meðan nægur bjór er til staðar og gnótt matar, að því er fram kemur á Facebook-síðu hátíðarinnar.
 
Þrír bestu
 
Eins og áður kjósa hátíðar­­­­gestir bestu þrjá bjóra hátíðarinnar. Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn. Öldur fékk svo verðlaun fyrir 2. og 3. sætið. Öldur fékk einnig verðlaun fyrir besta básinn. 
 
Efstu þrjú sætin voru eftirfarandi fyrir besta bjórinn:
  1. Bruggsmiðjan Kaldi – Belgískur Triple
  2. Öldur – Blámi (bláberjamjöður)
  3. Öldur – Rjóð (kirsuberjamjöður)

6 myndir:

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...