Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Metfjöldi umsókna var í ár um nýliðunarstyrki í landbúnaði.
Metfjöldi umsókna var í ár um nýliðunarstyrki í landbúnaði.
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2025

Metfjöldi umsókna um nýliðunarstuðning

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ásókn í nýliðunarstyrki í landbúnaði heldur áfram að aukast og í ár er metfjöldi umsókna. Sóttu 108 aðilar um að þessu sinni en á síðasta ári voru umsóknirnar 95, en þá var einnig metár.

Af 108 gildum umsóknum voru 45 frumumsóknir og 63 framhaldsumsóknir, en í ár voru 177,1 milljón króna til ráðstöfunar.

Fyrst veittur árið 2017

Nýliðunarstuðningurinn var veittur í fyrsta skiptið á árinu 2017 á grundvelli reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. Markmiðið með honum er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.

Nýliðunarstuðningur er veittur til fjárfestinga í búrekstri og beinist að einstaklingum í eigin nafni, óháð hjúskaparstöðu, eða lögaðila sem nýliði á að minnsta kosti 25% hlut í. Hægt er að sækja um nýliðunarstuðning til kaupa á jörð, kaupa á fasteign, kaup á bústofni eða plöntum til framleiðslu á garðyrkjuafurðum, kaupa á greiðslumarki eða kaupa á tækjum og búnaði til búskapar.

Stuðningur getur að hámarki numið 20% af heildarfjárfestingastuðningi á ári þó að hámarki níu milljónir króna. Heimilt er að veita stuðning til sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár eða þar til hámarki er náð.

Tók við af framlögum til frumbýlinga

Til að eiga rétt á stuðningi þurfa umsækjendur að vera á aldrinum 18-40 ára, vera að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafa leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarári.

Þeir mega ekki hafa hlotið nýliðunarstuðning í mjólkurframleiðslu eða bústofnskaupastyrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt, samkvæmt þágildandi reglum árin 2015-2016 og ekki lagt út fyrir fjárfestingu annaðhvort með eigin fé eða lántöku.

Nýliðunarstuðningur tók við af framlögum til frumbýlinga, það er styrkúthlutun sem grundvallaðist meðal annars á stuðningi við sauðfjárrækt. Í búvörusamningum 2016 tóku við framlög til nýliðunar í landbúnaði óháð búgrein.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...