Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fullt var út úr dyrum á Local Food Festival sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi. Á innfelldu myndinni er Jón Birgir Tómasson, matreiðslunemi á Bautanum, sem stóð sig einkar vel á grillinu um helgina, steikti hvern hamborgarann á fætur öðrum sem all
Fullt var út úr dyrum á Local Food Festival sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi. Á innfelldu myndinni er Jón Birgir Tómasson, matreiðslunemi á Bautanum, sem stóð sig einkar vel á grillinu um helgina, steikti hvern hamborgarann á fætur öðrum sem all
Mynd / MÞÞ
Líf&Starf 11. október 2016

Metfjöldi gesta sótti hátíðina heim

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikið fjölmenni sótti Local Food Festival-matarmenningarhátíðina sem fram fór á Akureyri dagana 1. og 2. oktober. Gestafjöldinn er áætlaður á milli 15 til 16 þúsund manns sem gerir sýninguna að þeirri fjölsóttustu fram til þessa.  Sýningin var hin glæsilegasta og lögðu sýnendur mikinn metnað í að gera hana sem best úr garði. Ýmsar keppnir voru einnig í gangi og vöktu þær athygli gesta.
 
Tilgangur Local Food-hátíðarinnar er að vekja athygli á Norðurlandi og þeirri miklu matvælaframleiðslu sem þar fer fram, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, matarmenningu og annarri framleiðslu sem tengist matvælum.
 
Norðurland er stærsta matvælaframleiðslusvæði landsins og er sýningin því kjörinn vettvangur fyrirtækja og einstaklinga í geiranum til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, matartengdri ferðaþjónustu og verslun.
 
Aron Bjarni Davíðsson á Múla­bergi fór með sigur af hólmi í keppni meðal kokkanema. Þá öttu þeir Einar Geirsson og Jónas Jóhannsson kokkaeinvígi á hátíðinni sem margir fylgdust grannt með. Áttu þeir félagar að elda tveggja rétta máltíð á sextíu mínútum. Ámundi Rögnvaldsson á R5 bar var sigurvegari í kokteilakeppninni sem einnig var efnt til.
 
Þórhildur Lilja Einarsdóttir átti köku ársins.  Bás Kjarnafæðis var valinn fallegasti básinn, Segull 67 átti frumlegasta básinn á sýningunni og Langabúr fékk frumkvöðlaverðlaun ársins. 

10 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...