Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.
Fréttaskýring 31. júlí 2019

Meiri hætta á smiti beint frá býli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurborg Daðadóttir yfir­dýralæknir segir að það hafi alltaf verið vitað og margoft um það rætt að hætta á smiti er aukin frá matvöru beint frá býli og fólk, bæði bændur og neytendur, verða að gera sér grein fyrir því.

„Í matvælaframleiðslu þar sem hrámjólk er tekin beint frá kúnum og notuð til framleiðslu á ís eru smitleiðir margar og nauðsynlegt að viðhafa gríðarlegt hreinlæti. Það er til dæmis vandasamt að gerilsneyða mjólk rétt og tryggja að ekki verði eftirsmit. Nábýlið er mikið og því aukin hætta á smiti en í lokuðum kerfum.“

Samkvæmt meistararitgerð Kristrúnar Sigurjónsdóttur, Shiga toxín myndandi E. coli (STEC) í ýmsum matvælum, dýrum og vatnssýnum á Íslandi, frá 2014 fundust gen þessara gerla í stórum hluta sýna. E. coli (STEC) fannst einnig í kjöti nautgripa og sauðfjár, í annarri og nýrri athugun á milli 20 og 30% tilfella.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að gerlar finnast úti um allt. Þeir eru í umhverfinu, í dýrum og vatni og ef ekki er gætt fyllsta hreinlætis þá berast þeir í matvöru og í fólk.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...