Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.
Fréttaskýring 31. júlí 2019

Meiri hætta á smiti beint frá býli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurborg Daðadóttir yfir­dýralæknir segir að það hafi alltaf verið vitað og margoft um það rætt að hætta á smiti er aukin frá matvöru beint frá býli og fólk, bæði bændur og neytendur, verða að gera sér grein fyrir því.

„Í matvælaframleiðslu þar sem hrámjólk er tekin beint frá kúnum og notuð til framleiðslu á ís eru smitleiðir margar og nauðsynlegt að viðhafa gríðarlegt hreinlæti. Það er til dæmis vandasamt að gerilsneyða mjólk rétt og tryggja að ekki verði eftirsmit. Nábýlið er mikið og því aukin hætta á smiti en í lokuðum kerfum.“

Samkvæmt meistararitgerð Kristrúnar Sigurjónsdóttur, Shiga toxín myndandi E. coli (STEC) í ýmsum matvælum, dýrum og vatnssýnum á Íslandi, frá 2014 fundust gen þessara gerla í stórum hluta sýna. E. coli (STEC) fannst einnig í kjöti nautgripa og sauðfjár, í annarri og nýrri athugun á milli 20 og 30% tilfella.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að gerlar finnast úti um allt. Þeir eru í umhverfinu, í dýrum og vatni og ef ekki er gætt fyllsta hreinlætis þá berast þeir í matvöru og í fólk.“

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...