Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar.
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 29. október 2025

Meira svigrúm til áburðarnotkunar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að reglugerð er nú í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingar á notkunarmöguleikum á kjötmjöli og moltu til áburðar á beitilönd eða lönd sem notuð eru til fóðurgerðar. Þar er gert ráð fyrir að 21 dagur líði eftir að borið hefur verið á og þangað til þau eru nytjuð í stað fimm mánaða eins og núgildandi reglur segja til um.

Með breytingunni er felld brott 6. gr. reglugerðar nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis. Þar var ákvæði um að slík lönd væru friðuð frá beit að minnsta kosti frá 1. nóvember til 1. apríl.

Jarle Reiersen segir að þessi drög um styttingu á tímanum séu í samræmi við ESB-löggjöf. Það sé gert tæknilega með því að fella á brott sérákvæði sem sett voru inn í reglugerð 674/2017. „Kjötmjöl sem áætlað er til að nota til áburðar, er skylt að blanda í sértæk efni, sem gerir það óhæft sem fóður. Þessi íblöndun er óbreytt,“ segir Jarle.

Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar, fagnar breytingunni og segir hana gefa rýmri tíma til að bera kjötmjöl á. „Nú geta bændur borið á eftir hentugleikum þá með þeim skilyrðum að landið þarf að friða 21 dag. Það er von okkar að þessar breytingar leiði til aukinnar notkunar á kjötmjölinu.“

Skylt efni: kjötmjöl

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...