Meira svigrúm til áburðarnotkunar
Drög að reglugerð er nú í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingar á notkunarmöguleikum á kjötmjöli og moltu til áburðar á beitilönd eða lönd sem notuð eru til fóðurgerðar. Þar er gert ráð fyrir að 21 dagur líði eftir að borið hefur verið á og þangað til þau eru nytjuð í stað fimm mánaða eins og núgildandi reglur segja til um.






