Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nautgripum frá Eystri-Grund hefur verið fargað
Mynd / BBL
Fréttir 12. febrúar 2018

Nautgripum frá Eystri-Grund hefur verið fargað

Höfundur: smh

Matvælastofnun tilkynnti um það í dag að 110 nautgripum af bænum Eystri-Grund við Stokkseyri hafi verið fargað í lok síðustu viku.

Bændablaðið sagði frá drætti á förgun gripanna í 2. tölublaði þessa árs, en atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið fyrirskipaði strax í mars á síðasta ári að þeim yrði að farga. Í umfjölluninni kom einnig fram að ekki væri hægt að meta bæturnar fyrir bændurna á Eystri-Grund fyrir en gripunum hefði verið fargað. 

Í tilkynningu Matvælastofnunar nú kemur fram að notkun kjötmjöls sem fóður eða til fóðurgerðar fyrir dýr sem alin eru til manneldis er bönnuð til að hindra að heilahrörnunarsjúkdómar berist í menn og dýr.

„Matvælastofnun lagði bann á markaðssetningu afurða og slátrun til manneldis og flutning gripa frá bænum í mars sl. og óskaði í kjölfarið eftir fyrirskipun ráðuneytisins um niðurskurð allra gripa sem höfðu haft aðgang að kjötmjölinu á býlinu.

Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um niðurskurð lá endanlega fyrir í lok júní eftir að kröfu eiganda gripanna um frestun réttaráhrifa hafði verið hafnað af hálfu ráðuneytisins.

Í framhaldi niðurskurðar mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvarða bætur til umráðamanns gripanna,“ segir í tilkynningunni.

 

Skylt efni: kjötmjöl | förgun gripa

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...