Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nautgripum frá Eystri-Grund hefur verið fargað
Mynd / BBL
Fréttir 12. febrúar 2018

Nautgripum frá Eystri-Grund hefur verið fargað

Höfundur: smh

Matvælastofnun tilkynnti um það í dag að 110 nautgripum af bænum Eystri-Grund við Stokkseyri hafi verið fargað í lok síðustu viku.

Bændablaðið sagði frá drætti á förgun gripanna í 2. tölublaði þessa árs, en atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið fyrirskipaði strax í mars á síðasta ári að þeim yrði að farga. Í umfjölluninni kom einnig fram að ekki væri hægt að meta bæturnar fyrir bændurna á Eystri-Grund fyrir en gripunum hefði verið fargað. 

Í tilkynningu Matvælastofnunar nú kemur fram að notkun kjötmjöls sem fóður eða til fóðurgerðar fyrir dýr sem alin eru til manneldis er bönnuð til að hindra að heilahrörnunarsjúkdómar berist í menn og dýr.

„Matvælastofnun lagði bann á markaðssetningu afurða og slátrun til manneldis og flutning gripa frá bænum í mars sl. og óskaði í kjölfarið eftir fyrirskipun ráðuneytisins um niðurskurð allra gripa sem höfðu haft aðgang að kjötmjölinu á býlinu.

Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um niðurskurð lá endanlega fyrir í lok júní eftir að kröfu eiganda gripanna um frestun réttaráhrifa hafði verið hafnað af hálfu ráðuneytisins.

Í framhaldi niðurskurðar mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvarða bætur til umráðamanns gripanna,“ segir í tilkynningunni.

 

Skylt efni: kjötmjöl | förgun gripa

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...