Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nautgripum frá Eystri-Grund hefur verið fargað
Mynd / BBL
Fréttir 12. febrúar 2018

Nautgripum frá Eystri-Grund hefur verið fargað

Höfundur: smh

Matvælastofnun tilkynnti um það í dag að 110 nautgripum af bænum Eystri-Grund við Stokkseyri hafi verið fargað í lok síðustu viku.

Bændablaðið sagði frá drætti á förgun gripanna í 2. tölublaði þessa árs, en atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið fyrirskipaði strax í mars á síðasta ári að þeim yrði að farga. Í umfjölluninni kom einnig fram að ekki væri hægt að meta bæturnar fyrir bændurna á Eystri-Grund fyrir en gripunum hefði verið fargað. 

Í tilkynningu Matvælastofnunar nú kemur fram að notkun kjötmjöls sem fóður eða til fóðurgerðar fyrir dýr sem alin eru til manneldis er bönnuð til að hindra að heilahrörnunarsjúkdómar berist í menn og dýr.

„Matvælastofnun lagði bann á markaðssetningu afurða og slátrun til manneldis og flutning gripa frá bænum í mars sl. og óskaði í kjölfarið eftir fyrirskipun ráðuneytisins um niðurskurð allra gripa sem höfðu haft aðgang að kjötmjölinu á býlinu.

Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um niðurskurð lá endanlega fyrir í lok júní eftir að kröfu eiganda gripanna um frestun réttaráhrifa hafði verið hafnað af hálfu ráðuneytisins.

Í framhaldi niðurskurðar mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvarða bætur til umráðamanns gripanna,“ segir í tilkynningunni.

 

Skylt efni: kjötmjöl | förgun gripa

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...