Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reykholt í Þjórsárdal í júlí 2014. Þar var dreift kjötmjöli vorið 2013. Svæðið vinstra megin við girðinguna sýnir hvernig landið leit út áður en uppgræðsluaðgerðir hófust.
Reykholt í Þjórsárdal í júlí 2014. Þar var dreift kjötmjöli vorið 2013. Svæðið vinstra megin við girðinguna sýnir hvernig landið leit út áður en uppgræðsluaðgerðir hófust.
Lesendarýni 23. mars 2016

Kjötmjöl – yfirburða áburðarefni til uppgræðslu lands

Höfundur: Hreinn Óskarsson
Kjötmjöl hefur verið framleitt hjá Orkugerðinni ehf. í Hraungerði í Flóa í rúm 15 ár, úr sláturúrgangi og beinum stórgripa, sauðfjár og kjúklinga frá sunnlenskum sláturhúsum. Afurðir framleiðslunnar eru fita og kjötmjöl. Fitan nýtist til að kynda verksmiðjuna og  er kjötmjölið selt sem áburðarmjöl til uppgræðslu, skógræktar og akurræktar.
 
Með framleiðslunni eru sköpuð verðmæti úr afurðum sem annars þyrfti að urða eða brenna með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á umhverfið. Strangar reglur gilda um framleiðslu og notkun á kjötmjöli og má lesa síðustu uppfærslu á þeim í reglugerð nr. 395/2012. Hér verður ekki fjallað um reglur þær sem gilda, nema hvað heimilt er orðið að dreifa efninu bæði á ræktunarland og uppgræðslusvæði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
 
Hver er reynslan af nýtingu kjötmjöls sem áburðar til uppgræðslu?
 
Kjötmjöl er seinleystur áburður og virðast áburðaráhrif hans vara í nokkur ár við íslenskar aðstæður. Í kjötmjöli er að finna helstu næringarefni sem plöntur þurfa til vaxtar í hentugum hlutföllum, þ.e. nitur (N) ~ 8%, fosfór (P) ~ 5% og kalí (K) ~ 0,5%. Kjötmjölið inniheldur tíu- til fimmtán sinnum meira nitur en húsdýraáburður, en um þriðjung af N miðað við algengan auðleystan kemískan túnáburð.
 
Hekluskógaverkefnið hefur síðan 2009 unnið markvisst að uppgræðslu með kjötmjöli, sér í lagi á rýrum vikrum Þjórsárdals. Árangur verkefnisins er framar björtustu vonum og hafa um 700 ha verið græddir varanlega upp með kjötmjöli síðan verkefnið hófst. Mjölinu hefur verið dreift í sem fíngerðu dufti á yfirborð vikranna. Sígur það niður í jarðvegsyfirborðið eftir fyrstu rigningar, nýtist þeim gróðri sem fyrir er og auðveldar spírun á fræi sem leynist í vikrinum. Þau svæði sem valin hafa verið til dreifingar eru í mörgum tilfellum allraerfiðustu foksvæðin í dalnum, þar sem ýmsar aðferðir hafa áður verið reyndar s.s. áburðargjöf með tilbúnum áburði og jafnvel grassáningar. Áburðargjöf með tilbúnum áburði á slík svæði hefur mjög jákvæð áhrif á fyrsta ári, en strax á öðru ári fjara áhrifin út og hafa slík svæði jafnvel farið að fjúka aftur eftir 3-4 ár. Þó áburðargjöf með kjötmjöli sé nokkuð dýr á hvern ha hefur reynslan sýnt að sú leið er mun hagkvæmari en að bera tilbúinn áburð 2-4 sinnum á sama svæði. 
 
Þess má geta að fleiri stofnanir og ýmsir aðilar hafa nýtt mjölið með góðum árangri s.s. Landgræðsla ríkisins og Suðurlandsskógar. Hefur kjötmjöl verið notað til uppgræðslu á söndum í nágrenni Þorlákshafnar, víða í Landnámi Ingólfs, á Rangárvöllum og í Þjórsárdal, bæði á uppgræðslusvæði og afrétt. 
 
Framtíð kjötmjölsframleiðslu
 
Upp á síðkastið hafa borist fréttir af rekstrarerfiðleikum og íþyngjandi regluverki kjötmjölsframleiðslu hér á landi. Á sama tíma berast fréttir af því að sláturleyfishafar víða um land vilji taka í notkun brennsluofna fyrir sláturúrgang í áhættuflokk 1 til að draga úr kostnaði við förgun. Hætta er þó á að annar sláturúrgangur fari einnig í brennslu og er það afar vond og vanhugsuð þróun að mínu mati,  Betri leið væri ef sláturleyfishafar tækju höndum saman og sameinuðust um að nýta verðmætan sláturúrgang til kjötmjölsframleiðslu og færu frekar þá leið að nýta núverandi kjötmjölsverksmiðju í Hraungerði og jafnvel setja upp nýjar verksmiðjur í öðrum landshlutum. Framleiða þannig úrvals áburð sem nýst gæti til uppgræðslu, skógræktar eða sem áburður á akurlendi.
 
Hreinn Óskarsson 
skógarvörður Skógræktar
ríkisins á Suðurlandi og
verkefnisstjóri Hekluskóga

4 myndir:

Skylt efni: kjötmjöl | uppgræðsla

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...