Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Með ólögum eyða
Mynd / BBL
Skoðun 29. maí 2017

Með ólögum eyða

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Stöðugt berast fregnir af dapurri reynslu fólks í samskiptum við stjórnkerfið og íslenskar stofnanir. Enn daprara er að hugsa til þess hversu kerfið á erfitt með að bregðast við þeim vanda sem upp kemur.
 
Það er hægt að bera víða niður þegar kemur að árekstrum fólks við, að því er virðist, ósveigjanlegt kerfi. Nýlegt dæmi er enn ein rassskellingin sem Hæstiréttur Íslands fær og nú frá sjálfum mannréttindadómstól Evrópu (FMD) vegna misgjörða gagnvart blaðamönnum. Þetta er sjötta rassskellingin sem íslenska dómkerfið fær á tíu árum vegna furðulegrar dómaframkvæmdar. Í tíu ár virðist dómskerfið ekkert aðhafast til að reyna að koma skikk á málin. Fleiri mál má nefna þar sem erlendir dómstólar hafa reitt pískinn á loft til að rassskella íslenska dómstóla. Má þar til dæmis geta hins fræga kvótadóms eða Valdimarsdóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar árið 1998. Niðurstaðan þar var í raun að allir Íslendingar ættu ekki jafnan rétt á að fá veiðileyfi á Íslandsmiðum. Þar kom líka greinilega fram að dómstólar telji sér ekki ætlað að endurskoða mat löggjafans á því hvað teljist til í þágu almannaheilla og hvað ekki. Með öðrum orðum, dómararnir vísa til lagatextans sem samþykkur var af þingmönnum á Alþingi. Þeim dómi var slengt aftur í andlit Hæstaréttar eins og blautri tusku af ekki ómerkara apparati en Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvótakerfið brjóti mannréttindi, það sé ósanngjarnt og mismuni þegnum landsins.
 
Kannski er ósanngjarnt að kenna dómstólunum og þeim sem þar starfa eingöngu um dómaframkvæmdina. Líklega telur þetta fólk, sem er af holdi og blóði eins og við öll hin, að það sé einungis að framfylgja lögum. Reyndar hefur það verið áréttað í dómum. Fyrir leikmann er erfitt að átta sig á því, en ef svo er hlýtur vandinn að liggja hjá Alþingi og þeim sem skrifa lögin hverju sinni. 
 
Af hverju er ekki hægt að orða lög þannig að ekki sé hægt að snúa út úr þeim á alla kanta? Af hverju sjóða menn saman texta fyrir lagasmíð sem er svo loðinn og með alls konar orðaleppum að allt venjulegt fólk á í stórvandræðum með að skilja hann? Ekki nóg með það, heldur virðist það vera staðreynd að löglærðir menn með hæstu gráður geta bara alls ekki verið sammála um hvað raunverulega stendur í lögunum. 
Það er merkilegt að í Grágás, Gamla sáttmála og Jónsbók skuli vera skiljanlegri og óumdeildari texti en hámenntuðum lögspekingum hefur auðnast að sjóða saman á síðari tímum. 
 
Í merki íslensku lögreglunnar er fallega orðuð setning á skrautlegri sex arma stjörnu. Utan um sverð og skjöld í miðju merkisins stendur: 
„Með lögum skal land byggja.“ Þar er tilvitnun í orð sem höfð voru eftir lögspekingnum Njáli á Bergþórshvoli fyrir margt löngu, er hann átti að hafa sagt: 
„Með lögum skal land vort byggja, en með ólögum eigi eyða.“
 
Sagt er að Íslendingar hafi reynt að hafa þau orð í heiðri allt frá upphafi landnáms. Það má þó segja að eftir höfðinu dansi limirnir. Ef löggjafarvaldinu tekst ekki að setja saman einfaldan og skiljanlegan lagatexta sem viðmiðunarreglur borgaranna, hvernig í ósköpunum eiga borgararnir þá að fara að lögum?
Það er ekki hægt að trúa því að það sé ætlun neins þingmanns að samþykkja slíkt orðasamsull á stofnanamáli sem enginn skilur að það styðji helst það sem Njáll vildi koma í veg fyrir. Nefnilega að með ólögum eyði menn byggð í landinu.  
Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...