Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Með góðar minningar í farteskinu
Skoðun 16. júní 2015

Með góðar minningar í farteskinu

Veðrið hefur leikið marga bændur grátt á þessu sumri og er gróður víða seinna á ferðinni af þessum sökum. Þannig má lesa í fréttum blaðsins að skógarbændur á Austurlandi komu ekki niður plöntum í vor vegna klaka eða bleytu og fé verður víða lengur á túnum en í meðalári eða líklega fram undir næstu mánaðamót. Það er þó engan bilbug að finna á bændum, frekar en fyrri daginn, sem halda ró sinni þrátt fyrir veðurfarslegan mótbyr. 
 
Nú eru fjölmargir bændur, eða réttara sagt ábúendur, á rúmlega 30 bæjum hringinn í kringum landið að gera sig klára til að taka á móti almenningi undir formerkjum Opins landbúnaðar. Þar gefst fólki tækifæri á að heimsækja bóndabæina og kynnast þeim fjölbreyttu störfum sem unnin eru í sveitum landsins alla daga, allt árið um kring. Flest býlin eru fjölskyldubú og eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Það er því tilvalið þegar Íslendingar þeysast um hringveginn í sumar að taka hús á bændum og upplifa lífið í sveitinni. Inni á heimasíðu Bændasamtakanna má sjá frekari upplýsingar um verkefnið og þá bæi sem taka þátt í því. 
 
Um leið og við bjóðum almenningi heim í sveitirnar er umhugsunarverð aðsend grein sem lesa má í blaðinu um umgengni og þrifnað utan þéttbýlis. Þar kemur meðal annars fram að mikið átak hafi verið gert í að taka til og fegra landsbyggðina en að betur megi gera ef duga skal úti um allar sveitir. Hér þarf samstillt átak íbúa landsins og sveitarstjórna sem verða að vera vakandi fyrir sínu nærumhverfi og taka af skarið þegar umhverfisleg umgengni er ekki lengur orðin boðleg fyrir íbúa og gesti okkar góða lands. Það er nefnilega engum til sóma að horfa upp á niðurgrotnandi hús, ruslahrúgur og fjúkandi rúlluplast þegar ferðast er um landið. Því tökum við undir lokaorð greinarinnar um að ekkert okkar vill vakna upp við vondan draum og því verðum við að leggjast á verkefnið, öll sem eitt, að taka til í dreifbýlinu.
 
Þrátt fyrir að illfært sé að stjórna veðrinu þá eru sem betur fer margir aðrir þættir sem við getum haft stjórn á og það er hagur allra sem búa á landinu að umgengni sé sómasamleg á öllum stöðum. Því biðlum við til veðurguðanna að gefa okkur gott sumar til að skoða fallegar sveitir landsins og skilja okkur eftir með góðar minningar í farteskinu.
Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.