Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Með góðar minningar í farteskinu
Skoðun 16. júní 2015

Með góðar minningar í farteskinu

Veðrið hefur leikið marga bændur grátt á þessu sumri og er gróður víða seinna á ferðinni af þessum sökum. Þannig má lesa í fréttum blaðsins að skógarbændur á Austurlandi komu ekki niður plöntum í vor vegna klaka eða bleytu og fé verður víða lengur á túnum en í meðalári eða líklega fram undir næstu mánaðamót. Það er þó engan bilbug að finna á bændum, frekar en fyrri daginn, sem halda ró sinni þrátt fyrir veðurfarslegan mótbyr. 
 
Nú eru fjölmargir bændur, eða réttara sagt ábúendur, á rúmlega 30 bæjum hringinn í kringum landið að gera sig klára til að taka á móti almenningi undir formerkjum Opins landbúnaðar. Þar gefst fólki tækifæri á að heimsækja bóndabæina og kynnast þeim fjölbreyttu störfum sem unnin eru í sveitum landsins alla daga, allt árið um kring. Flest býlin eru fjölskyldubú og eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Það er því tilvalið þegar Íslendingar þeysast um hringveginn í sumar að taka hús á bændum og upplifa lífið í sveitinni. Inni á heimasíðu Bændasamtakanna má sjá frekari upplýsingar um verkefnið og þá bæi sem taka þátt í því. 
 
Um leið og við bjóðum almenningi heim í sveitirnar er umhugsunarverð aðsend grein sem lesa má í blaðinu um umgengni og þrifnað utan þéttbýlis. Þar kemur meðal annars fram að mikið átak hafi verið gert í að taka til og fegra landsbyggðina en að betur megi gera ef duga skal úti um allar sveitir. Hér þarf samstillt átak íbúa landsins og sveitarstjórna sem verða að vera vakandi fyrir sínu nærumhverfi og taka af skarið þegar umhverfisleg umgengni er ekki lengur orðin boðleg fyrir íbúa og gesti okkar góða lands. Það er nefnilega engum til sóma að horfa upp á niðurgrotnandi hús, ruslahrúgur og fjúkandi rúlluplast þegar ferðast er um landið. Því tökum við undir lokaorð greinarinnar um að ekkert okkar vill vakna upp við vondan draum og því verðum við að leggjast á verkefnið, öll sem eitt, að taka til í dreifbýlinu.
 
Þrátt fyrir að illfært sé að stjórna veðrinu þá eru sem betur fer margir aðrir þættir sem við getum haft stjórn á og það er hagur allra sem búa á landinu að umgengni sé sómasamleg á öllum stöðum. Því biðlum við til veðurguðanna að gefa okkur gott sumar til að skoða fallegar sveitir landsins og skilja okkur eftir með góðar minningar í farteskinu.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...