Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá ráðstefnu Matís á dögunum.
Frá ráðstefnu Matís á dögunum.
Mynd / Matís
Fréttir 10. október 2019

Matvælasvindl er gríðarlega umfangsmikið og skilar miklum hagnaði

Höfundur: smh

Umfang matvælasvindls í heiminum er talið vera gríðar­lega mikið, enda er það að finna á mörgum sviðum matvæla­fram­leiðslu. Á síðustu árum hafa yfirvöld þjóða tekið höndum saman við að stemma stigu við þessu vandamáli, eftir að nokkur afdrifarík mál komust í heims­fréttirnar.

Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun. 

Mynd / Pétur Haukur Helgason

Ísland er í Evrópusamstarfi um þessi mál auk þess að vera í sérstöku norrænu samstarfi gegn matarsvindli og kynnti Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun, þá samvinnu á ráðstefnu sem Matís stóð fyrir á dögunum um þessi mál.

Yfirskrif ráðstefnunnar var Food Fraud (Matvælasvindl) og þar ræddu sérfræðingar frá Matís og Matvælastofnun málefnið út frá nokkrum hliðum, auk þess sem Roy Fenoff, bandarískur háskóla­prófessor, hélt erindi um innleiðingu á stefnumótun hjá ríki eða sveitarfélögum varðandi úttektir á hættu á matvælasvindli og forvarnir gegn því.

Herdís sagði í erindi sínu að eftir að upp komst um kjötsvindl í Evrópu árið 2013, þegar hrossakjöt hafði verið selt sem nautakjöt í talsverðum mæli, hafi í kjölfarið verið sett á laggirnar samstarfsverkefni á vegum Evrópusambandsins (EU Food Fraud) árið 2015.

Sjónum beint að tilteknum matvörutegundum

Ísland er þátttakandi í því verkefni, sem felst meðal annars í samvinnu lögregluyfirvalda landanna í átaksverkefnum sem beinast þá gegn tilteknum matvörum sem grunur leikur á að tengja megi matvælasvindli. 

Að sögn Herdísar felst skil­greining Evrópusambandsins á matvæla­svindli í því að þar þurfi að vera um brot á reglum Evrópu­sambandsins að ræða, ásetningur um slíkt brot þurfi að vera fyrir hendi með gróðavon fyrir augum og þeim tilgangi sé náð með því að svindla, svíkja eða blekkja neytendur.

Hún segir að algengustu tilfelli matvælasvindls í dag séu í vöru­tegundum á borð við ólífuolíu, víni og lífrænt vottuðum vörum auk þess sem mikið sé svindlað með fisk- og kjöttegundir. Þar séu svikin sérstaklega umfangsmikil, til að mynda í tilbúnum réttum. Til að gefa hugmynd um hversu öflug og skipulögð þessi brotastarfsemi er sagði Herdís að talið sé að á heimsvísu skili matvælasvindlsstarfsemi mun meiri hagnaði en öll samanlögð fíkniefnaframleiðslan.

Evrópusambandið heldur utan um gagnabanka þar sem neytendur geta leitað eftir málum sem hafa komið upp og skoðað vörumerki í tengslum við matarsvindlsmál.

Norðurlöndin miðla lærdómi og samræma aðgerðir

Í lok erindis síns ræddi Herdís aðeins um hið samnorræna verkefni. Það var stofnað til þess árið 2018 og það nær fram á næsta ár, en það er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið þess er að auka samvinnu og samræma skilgreiningar, leiðbeiningar og fræðslustarfsemi landanna um þessi mál. Er þar gert ráð fyrir sameiginlegum aðgerðum yfir landamæri og þjálfun eftirlitsaðila, tollgæslu- og lögreglumanna.

Herdís tiltók tvö dæmi um matvælasvindlsmál sem hafa komið upp á öðrum Norðurlöndum og Íslendingar geti lært af. Í Svíþjóð var afhjúpað kjöttegundarsvindl þegar svínakjöt var litað rautt og selt sem nautakjöt og í Finnlandi voru innflutt hindber seld sem finnsk ber, á miklu hærra verði en ef þau hefðu verið seld sem innflutt.

Upptökur frá ráðstefnunni eru aðgengilegar í gegnum Facebook-síðu Matís.

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Mismunur bændum í óhag
5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Þjóðarréttur Íslendinga
4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Baldur Högni
4. desember 2024

Baldur Högni

Áfrýjar dómi
5. desember 2024

Áfrýjar dómi