Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælastofnun veitir leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi
Mynd / Bbl
Fréttir 19. apríl 2021

Matvælastofnun veitir leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi. Þar kemur fram að stofnunin fylgist með niðurstöðum efnamælinga Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar í úrkomu og stöðuvötnum í nágrenni gosstöðvanna á Reykjanesi og metur á grundvelli þeirra hvort grípa þurfi til ráðstafana vegna nýtingar beitarhólfa til að tryggja heilsu og velferð dýra.

Dýraeigendum er bent á að varðandi loftmengun hefur hún sambærileg áhrif á dýr og fólk. Þá getur margvísleg hætta stafað af því að fara með dýr að gosstöðvunum. 

Flutningur búfjár ef efnamengun eykst mikið

„Matvælastofnun mun meta reglulega hvort ástæða sé til að takmarka nýtingu beitarhólfa á Reykjanesi þegar þar að kemur og mun tilkynna dýraeigendum ef talin verður þörf á sérstökum ráðstöfunum. Eigendur gætu þurft að flytja búfé sitt á brott ef efnamengun eykst mikið. Einfalt ætti að vera fyrir hrossaeigendur að finna hagabeit á öðrum stöðum en komi til þess að flytja þurfi sauðfé af svæðinu þarf að hafa í huga að vegna riðu má ekki flytja það í önnur varnarhólf nema með aðkomu Matvælastofnunar.

Svæðið tilheyrir Landnámshólfi, sem skiptist í sýkt og ósýkt svæði hvað varðar riðu. Innan sýkta svæðisins eru sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Grímsnes- og Grafningshreppur en í ósýkta hlutanum eru sveitarfélögin á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Fé má ekki flytja frá sýktu svæði til ósýkts. Ef nauðsynlegt reynist að flytja fé af svæðinu vegna mengunar, þurfa fjáreigendur á Reykjanesi að leitast við að finna heppilegan stað í ósýkta hluta hólfsins, til að flytja það á. Sé enginn kostur innan ósýkts svæðis mögulegur, skal hafa samband við Matvælastofnun sem mun þá meta þau úrræði sem völ er á. Annar kostur er að gefa fénu ómengað hey en það getur ekki talist góð lausn nema í stuttan tíma.

Loftmengun hefur sambærileg áhrif á dýr og fólk. Því er mikilvægt að dýraeigendur verji dýrin sín fyrir loftmengun svo sem kostur er eða haldi álagi í lágmarki að öðrum kosti. 

Að lokum er dýraeigendum eindregið ráðið frá að fara með dýrin sín á gosstöðvarnar. Þar er ýmislegt að varast svo sem: bruna- og hrunhættu frá hrauninu, loftmengun, skaðleg efni sem dýrin geta fengið í sig úr vatni og snjó, og saltsýru og önnur efni á jörðinni sem geta sært þófa á hundum og þeir fengið í sig við að sleikja feld og þófa,“ segir í leiðbeiningum Matvælastofnunar.

Frekari upplýsingar Matvælastofnunar um ýmsar hliðar á dýrahaldi og eldgosum:
Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...