Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ánægðir neytendur með vörur sínar á Akranesi.
Ánægðir neytendur með vörur sínar á Akranesi.
Mynd / REKO Vesturland
Fréttir 14. nóvember 2018

Matvælaframleiðendur afhenda vörur milliliðalaust til neytenda

Höfundur: smh
Fyrsta afhending úr svokölluðum REKO-hópum, sem eru starf­ræktir á Facebook, var laugar­daginn 13. október. Um milliliða­laus viðskipti er að ræða á milli smáframleiðenda matvæla – eða bænda – við neytendur. Næstu afhendingar verða 17. nóvember á bílaplani Krónunnar á Akranesi milli klukkan 11 og 12 og á bílaplani Krónunnar í Lindum milli klukkan 14 og 15.
 
Um tvo hópa er að ræða; REKO Vesturland og REKO Reykjavík – og áttu neytendur stefnumót við framleiðendurna á bílaplani Krónunnar á Akranesi annars vegar og á bílaplani Krónunnar í Lindum Kópavogs hins vegar. Meðlimir í þessum hópum sem voru mættir á afhendingarstaðinn höfðu þá þegar lagt inn pantanir hjá framleiðendunum og greitt fyrir með rafrænum hætti.  
 
Kristján Þór Júlíusson, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra, var í hópi neytenda sem hafði lagt inn pöntun í Reykjavíkurhópnum og var mættur til að taka við vörum úr hendi framleiðanda síns. Hann ræddi við framleiðendur og aðra þá sem voru mættir á svæðið. Að sögn skipuleggjendanna gekk afhendingin hratt og vel fyrir sig og fóru neytendur, framleiðendur og skipuleggjendur ánægðir heim.
 
Smáframleiðendurnir færast ofar í virðiskeðjunni
 
Tilgangurinn með REKO er að efla nærsamfélagsneyslu og færa framleiðendur og kaupendur nær hver öðrum; gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði og færa smáframleiðendur ofar í virðiskeðjunni.
 
REKO er tekið úr sænsku og er stytting á „vistvænir og heiðarlegir viðskiptahættir“. Fyrir­myndin kemur frá Finnlandi og hefur verið að ryðja sér til rúms á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu. Matarauður Íslands – í samvinnu við Bændasamtök Íslands – hefur unnið að því að koma REKO-hugmyndafræðinni af stað hér á landi og eru fleiri hópar að myndast um land allt.
 
Næstu afhendingar um næstu helgi
 
Síðasta afhending úr REKO-hópunum var við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði 3. nóvember. Næsta afhending verður svo laugardaginn 17. nóvember á bílaplani Krónunnar á Akranesi milli klukkan 11 og 12 og sama dag verður afhending hjá REKO Reykjavík á bílaplani Krónunnar í Lindum milli klukkan 14 og 15.
 
Sérstakur viðburður er stofnaður í kringum hvern afhendingardag innan hvers REKO-hóps og bjóða framleiðendur vörur sínar til sölu með stöðufærslu inn í viðburðinum. Áhugasamir senda þeim svo skilaboð þar sem þeir tilgreina hvað þeir vilji kaupa; annaðhvort með athugasemdum við færslurnar eða í einkaskilaboðum. Vörur eru ekki til sölu á staðnum því þetta er eingöngu afhending á fyrirfram pöntuðum og greiddum vörum – en ekki markaður. Allir matvælaframleiðendur með starfsleyfi hafa leyfi til að selja vörur sínar í gegnum þessa hópa. 
 
Arnheiður Hjörleifsdóttir, stjórnandi REKO Reykjavík, og Hlédís Sveins­dóttir, stjórnandi REKO Vesturland, við Krónuna á Akranesi.
 
Arnheiður Hjörleifsdóttir er bóndi á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd og kom færandi hendi með vörur á bílastæði Krónunnar á Akranesi.
 
Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...