Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aðstandendur Restart vinnustofunnar, Guðmundur Geirsson fremstur, Jón Þór Sigurðsson, stjórnandi Fab lab, Ólafur Pálmi Guðnason og Hólmar Svansson en á myndina vantar Rut Konráðsdóttur.
Aðstandendur Restart vinnustofunnar, Guðmundur Geirsson fremstur, Jón Þór Sigurðsson, stjórnandi Fab lab, Ólafur Pálmi Guðnason og Hólmar Svansson en á myndina vantar Rut Konráðsdóttur.
Líf&Starf 10. apríl 2018

Markmiðið að lengja líftíma raftækja og sporna gegn ótímabærri sóun

„Þetta heppnaðist ágætlega sem fyrsti viðburður. Við náðum 12 tækjum inn, gerðum við fimm og fimm eru í vinnslu vegna aukahluta, en tvö voru dæmd óviðgerðarhæf,“ segir Hólmar Svansson, einn af forsprökkum Restart vinnustofu sem sett var upp á Akureyri í liðinni viku. Það var í fyrsta sinn hér á landi sem slík vinnustofa var haldin. 
 
Hólmar segir að viðburðir sem þessi hafi verið að ryðja sér til rúms að undanförnu á meginlandi Evrópu og í Bretlandi. 
 
„Þetta er vinnustofa þar sem fólk getur komið með biluð rafmagns- og rafeindatæki og fengið leiðbeiningar sérhæfðra sjálfboðaliðið Restart vinnustofuna um hvernig það sjálft getur lagfært tækin. Markmiðið er að lengja líftíma raftækja og sporna gegn ótímabærri sóun, en raftækjaúrgangur fer hratt vaxandi á þeirri tækniöld sem við lifum,“ segir hann. 
 
Vinnustofan og þjónusta Restart er öllum opin og ókeypis en að því er stefnt að slíkur viðburður verði mánaðarlega. Sá næsti verður eftir páska, 11. apríl næstkomandi og er í FabLab stofu Verkmenntaskólans á Akureyri líkt og sá fyrsti. 
 
Verkefnið er algerlega rekið á góðgerðarformi hérlendis líkt og erlendis en nýtur stuðnings frá áhugasömum fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem líta jákvætt til áhrifa þess. 
 
Umhverfisumhyggja, lærdómur og skemmtun 
 
Fyrirmynd viðburðarins hér á landi er Restart Project verkefnið í Bretlandi og víða um Evrópu. Vinnu­stofurnar eru opnar í þrjár klukkustundir í senn og þar eru sjálfboðaliðar með tæknilega reynslu á raftækjasviðinu sem taka á móti og hjálpa samborgurum sínum að viðhalda smáum sem stærri raftækjum.
 
Hólmar segir að með þessu starfi vinnist margt, nærtækast sé að nefna umhverfisáhrifin en sem dæmi tvöfaldaðist magn raftækjasorps í heiminum á árunum 2009-2014 og hefur stóraukist síðan þá. Í öðru lagi læra gestir að gera sjálfir við einfaldar bilanir og síðast en ekki síst hafa vinnustofurnar reynst skemmtilegar uppákomur og eflt baráttuanda fólks sem lætur sig umhverfismál varða. Líkt og annars staðar vaknaði áhugi á þessu verkefni hér á landi og hafa sjálfboðaliðar á tæknisviðinu boðið fram aðstoð sína, auk fyrirtækja sem hafa stutt verkefnið. 
 
Þarf ekki alltaf að kaupa nýtt
 
Hólmar segir stefnt að því að Restart vinnustofurnar verði einu sinni í mánuði en reynslan erlendis hefur einmitt sýnt að fólk kemur gjarnan tvisvar með hvert bilað tæki; fær greiningu og ráðgjöf í fyrri heimsókninni og stundum leiðbeiningar um kaup á varahlutum. Í seinna skiptið er svo gert við. Það þurfi nefnilega ekki alltaf að kaupa nýtt tæki. Hann hvetur þá sem fengið hafa nóg af lélegri endingu tækja og búnaðar, eiga rafmagnstæki sem þarfnast aðhlynningar og langar að læra að gera við til að mæta með tæki sín í næstu Restart vinnustofu sem verður í FabLab-stofu Verkmenntaskólans á Akureyri miðvikudaginn 11. apríl frá klukkan 17-20. 
 
„Það væri svo mjög gaman að sjá fleiri sjálfboðaliða taka upp þetta verkefni á öðrum stöðum á landinu,“ segir Hólmar. 

6 myndir:

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara