Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá Tungnaréttum, þar sem réttað var laugardaginn 14. september.
Frá Tungnaréttum, þar sem réttað var laugardaginn 14. september.
Mynd / Gabríel Gunnarsson
Fréttir 30. september 2024

Mannmergð truflar réttarstörf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Talsverð umræða hefur verið á Facebook-síðunni Sauðfjárbændur um óreiðukennt ástand sem skapist í réttum, inni í almenningi, vegna mannmergðar sem trufli réttarstörfin.

Ferðafólki er aðallega kennt um þetta ástand og slælegri réttarstjórn. Á það er bent að talsvert sé um skipulagðar hópferðir í réttir og fólk gjarnan þar á ferðinni sem hafi takmarkaðan skilning á hvernig réttarstörf gangi fyrir sig eða hvernig umgangast eigi skepnur. Ekki fari vel um féð þegar svo háttar til.

Hætta á að fé troðist undir

„Það er mjög víða farið að gera út á það í ferðamennsku að fara í réttir á þessum árstíma. Þá kemur auðvitað fólk sem áttar sig ekki á hlutunum. Ég sé það bara í mínum réttum hvernig fólk hagar sér, það hreinlega áttar sig ekki á því að það er fyrir og hindrar eðlileg réttarstörf,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, sem býr í Ásgarði í Dölunum og rekur sitt fé í Skerðingsstaðarétt.

„Það er mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar skipuleggi sínar ferðir í réttir með þeim hætti að tala áður við réttarstjóra til að fá upplýsingar um hvernig rétt er að haga sér þar. Hættan er alltaf – og ég hef séð það hjá mér – að fólk dreifi sér ekki nóg þannig að féð þjappast saman bara á einn stað í réttinni sem eykur svo líkurnar á því að féð geti troðist undir.

Ég finn fyrir aukningu á gestakomum til okkar og þó erum við langt frá stórum þéttbýlisstöðum.“

Ekki má rífa hvar sem er í ullina

Eyjólfur segir að þetta sé hátíð fyrir sauðfjárbændur og allir gestir þurfi að hafa það í huga og sýna þeim tillitssemi og nálgast aðstæður út frá sjónarmiðum þeirra – það séu ákveðnar leikreglur sem verða að gilda í réttum. „Þetta er mikilvægur liður í að tengja landbúnaðinn og sauðfjárræktina við almenning, en það er ekki sama hvernig fólk ber sig að í umgengni við skepnurnar og því þarf að leiðbeina fólki sem ekki kann það. Þá má til dæmis ekki grípa í hornin á lömbunum, þau geta hreinlega brotnað. Ekki má heldur rífa í ullina hvar sem er.

Réttarstjórar þurfa líka að taka í stjórnartaumana þegar þörf er á og margt fólk er – og það getur verið vandasamt verkefni.“

Skylt efni: réttir | fjárréttir

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.