Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá Tungnaréttum, þar sem réttað var laugardaginn 14. september.
Frá Tungnaréttum, þar sem réttað var laugardaginn 14. september.
Mynd / Gabríel Gunnarsson
Fréttir 30. september 2024

Mannmergð truflar réttarstörf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Talsverð umræða hefur verið á Facebook-síðunni Sauðfjárbændur um óreiðukennt ástand sem skapist í réttum, inni í almenningi, vegna mannmergðar sem trufli réttarstörfin.

Ferðafólki er aðallega kennt um þetta ástand og slælegri réttarstjórn. Á það er bent að talsvert sé um skipulagðar hópferðir í réttir og fólk gjarnan þar á ferðinni sem hafi takmarkaðan skilning á hvernig réttarstörf gangi fyrir sig eða hvernig umgangast eigi skepnur. Ekki fari vel um féð þegar svo háttar til.

Hætta á að fé troðist undir

„Það er mjög víða farið að gera út á það í ferðamennsku að fara í réttir á þessum árstíma. Þá kemur auðvitað fólk sem áttar sig ekki á hlutunum. Ég sé það bara í mínum réttum hvernig fólk hagar sér, það hreinlega áttar sig ekki á því að það er fyrir og hindrar eðlileg réttarstörf,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, sem býr í Ásgarði í Dölunum og rekur sitt fé í Skerðingsstaðarétt.

„Það er mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar skipuleggi sínar ferðir í réttir með þeim hætti að tala áður við réttarstjóra til að fá upplýsingar um hvernig rétt er að haga sér þar. Hættan er alltaf – og ég hef séð það hjá mér – að fólk dreifi sér ekki nóg þannig að féð þjappast saman bara á einn stað í réttinni sem eykur svo líkurnar á því að féð geti troðist undir.

Ég finn fyrir aukningu á gestakomum til okkar og þó erum við langt frá stórum þéttbýlisstöðum.“

Ekki má rífa hvar sem er í ullina

Eyjólfur segir að þetta sé hátíð fyrir sauðfjárbændur og allir gestir þurfi að hafa það í huga og sýna þeim tillitssemi og nálgast aðstæður út frá sjónarmiðum þeirra – það séu ákveðnar leikreglur sem verða að gilda í réttum. „Þetta er mikilvægur liður í að tengja landbúnaðinn og sauðfjárræktina við almenning, en það er ekki sama hvernig fólk ber sig að í umgengni við skepnurnar og því þarf að leiðbeina fólki sem ekki kann það. Þá má til dæmis ekki grípa í hornin á lömbunum, þau geta hreinlega brotnað. Ekki má heldur rífa í ullina hvar sem er.

Réttarstjórar þurfa líka að taka í stjórnartaumana þegar þörf er á og margt fólk er – og það getur verið vandasamt verkefni.“

Skylt efni: réttir | fjárréttir

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f