Frá Tungnaréttum, þar sem réttað var laugardaginn 14. september.
Frá Tungnaréttum, þar sem réttað var laugardaginn 14. september.
Mynd / Gabríel Gunnarsson
Fréttir 30. september 2024

Mannmergð truflar réttarstörf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Talsverð umræða hefur verið á Facebook-síðunni Sauðfjárbændur um óreiðukennt ástand sem skapist í réttum, inni í almenningi, vegna mannmergðar sem trufli réttarstörfin.

Ferðafólki er aðallega kennt um þetta ástand og slælegri réttarstjórn. Á það er bent að talsvert sé um skipulagðar hópferðir í réttir og fólk gjarnan þar á ferðinni sem hafi takmarkaðan skilning á hvernig réttarstörf gangi fyrir sig eða hvernig umgangast eigi skepnur. Ekki fari vel um féð þegar svo háttar til.

Hætta á að fé troðist undir

„Það er mjög víða farið að gera út á það í ferðamennsku að fara í réttir á þessum árstíma. Þá kemur auðvitað fólk sem áttar sig ekki á hlutunum. Ég sé það bara í mínum réttum hvernig fólk hagar sér, það hreinlega áttar sig ekki á því að það er fyrir og hindrar eðlileg réttarstörf,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, sem býr í Ásgarði í Dölunum og rekur sitt fé í Skerðingsstaðarétt.

„Það er mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar skipuleggi sínar ferðir í réttir með þeim hætti að tala áður við réttarstjóra til að fá upplýsingar um hvernig rétt er að haga sér þar. Hættan er alltaf – og ég hef séð það hjá mér – að fólk dreifi sér ekki nóg þannig að féð þjappast saman bara á einn stað í réttinni sem eykur svo líkurnar á því að féð geti troðist undir.

Ég finn fyrir aukningu á gestakomum til okkar og þó erum við langt frá stórum þéttbýlisstöðum.“

Ekki má rífa hvar sem er í ullina

Eyjólfur segir að þetta sé hátíð fyrir sauðfjárbændur og allir gestir þurfi að hafa það í huga og sýna þeim tillitssemi og nálgast aðstæður út frá sjónarmiðum þeirra – það séu ákveðnar leikreglur sem verða að gilda í réttum. „Þetta er mikilvægur liður í að tengja landbúnaðinn og sauðfjárræktina við almenning, en það er ekki sama hvernig fólk ber sig að í umgengni við skepnurnar og því þarf að leiðbeina fólki sem ekki kann það. Þá má til dæmis ekki grípa í hornin á lömbunum, þau geta hreinlega brotnað. Ekki má heldur rífa í ullina hvar sem er.

Réttarstjórar þurfa líka að taka í stjórnartaumana þegar þörf er á og margt fólk er – og það getur verið vandasamt verkefni.“

Skylt efni: réttir | fjárréttir

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...