Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mannekla og launatap
Fréttir 10. nóvember 2016

Mannekla og launatap

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á hverju ári hefur fjöldi farandverkamanna frá Austur-Evrópu flykkst til Evrópu til að vinna tímabundið við landbúnaðarstörf. Meðal þessara starfa er að tína epli og safna humal á sunnanverðum Bretlandseyjum.

Í framhaldi af úrsögn Breta úr Evrópusambandinu óttast bændur að skortur verði á vinnuafli um hábjargræðistímann og farandverkafólkið að það missi af tekjum sem það hefur talið vísar undanfarin ár og jafnvel áratugi. 

Breskur eplabóndi í Kent sagði í samtali við The Guardian að erfitt væri að manna eplatínsluna með bresku vinnuafli vegna þess að um árstíðabundna vinnu væri að ræða og að margir Bretar teldu það fyrir neðan virðingu sína að tína epli og safna humal.

Samkvæmt opinberum tölum eru að meðaltali um 70.000 farandverkamenn að störfum í Bretlandi á hverju ári og þar af 12.000 sem koma til að tína epli og safna humal. Stærstur hluti þessa fólks kemur til Bretlandseyja frá Austur-Evrópu.

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...