Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mannekla og launatap
Fréttir 10. nóvember 2016

Mannekla og launatap

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á hverju ári hefur fjöldi farandverkamanna frá Austur-Evrópu flykkst til Evrópu til að vinna tímabundið við landbúnaðarstörf. Meðal þessara starfa er að tína epli og safna humal á sunnanverðum Bretlandseyjum.

Í framhaldi af úrsögn Breta úr Evrópusambandinu óttast bændur að skortur verði á vinnuafli um hábjargræðistímann og farandverkafólkið að það missi af tekjum sem það hefur talið vísar undanfarin ár og jafnvel áratugi. 

Breskur eplabóndi í Kent sagði í samtali við The Guardian að erfitt væri að manna eplatínsluna með bresku vinnuafli vegna þess að um árstíðabundna vinnu væri að ræða og að margir Bretar teldu það fyrir neðan virðingu sína að tína epli og safna humal.

Samkvæmt opinberum tölum eru að meðaltali um 70.000 farandverkamenn að störfum í Bretlandi á hverju ári og þar af 12.000 sem koma til að tína epli og safna humal. Stærstur hluti þessa fólks kemur til Bretlandseyja frá Austur-Evrópu.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...