Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mahindra – metsölutraktor frá Indlandi
Á faglegum nótum 25. nóvember 2016

Mahindra – metsölutraktor frá Indlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gamli traktorinn að þessu sinni er ekki eins gamall og oft áður. Um er að ræða indverska dráttarvél sem sett var á markað á áttunda áratug síðustu aldar. Í dag eru Mahindra-dráttarvélar mest seldu traktorar í heimi.

Árið 1963 stofnaði bandaríski vélaframleiðandinn International Harvester dótturfélag á Indlandi í samvinnu við indverska dráttarvélaframleiðandann Mahindra og Mahindra.

Fyrirtækið fékk heitið International Tractor Compant og hafði að markmiði að framleiða dráttarvélar IH fyrir Indlandsmarkað. Fyrstu traktorarnir sem framleiddir voru af ITC komu á markað 1965 og voru 35 hestöfl og af týpum sem kölluðust 225 Range og B275 Regular.

Árið 1977 fluttist rekstur ITC nánast alfarið yfir á Mahindra og Mahindra. Fimm árum seinna komu fyrstu Mahindra-traktorarnir á markað, týpa B-275. Vinsældir þeirrar dráttarvélar voru miklar og fjórum árum seinna kom sú hundraðþúsundasta af færibandinu.

Höfuðstöðvar Mahindra í dag eru Mumbai og framleiðir fyrirtækið ríflega 150 þúsund dráttarvélar á ári sem eru seldar um víða veröld.

Fyrirtækið hefur verið leiðandi á dráttarvélamarkaði heimsins frá 1988 og þróunin hjá fyrirtækinu hröð. Það ár setti það á markað fyrstu sparneytnu dísildráttarvélina.

Frá 1990 hefur fyrirtækið sent frá sér fjöldann allan af mismunandi týpum, stórum og smáum, frá 25 og upp í 150 hestöfl.

Mest seldu dráttarvélarnar í Kína

Mahindra og Mahindra er með starfsstöðvar í tíu löndum og í öllum heimsálfum að Suðurheimsskautinu undanskildu.

Stærsti markaðurinn fyrir Mahindra-traktorana er í Kína og Indlandi þar sem uppbygging í landbúnaði er mikil og í Norður-Ameríku þar sem traktorarnir þykja á góðu verði. Auk þess sem markaðurinn í Ástralíu er ört vaxandi.

Til að styrkja stöðu sína í Norður-Ameríku rekur M&M verk­smiðjur í fjórum ríkjum, Kali­forníu, Tennessee, Pennsylvaníu og Kansas. Höfuðstöðvar M&M Ameríkudeildarinnar eru í Texas og þaðan er markaðsstarfi fyrir Suður-Ameríku stjórnað.

Markaðssetning í Ástralíu er með svipuðum hætti því M&M hefur rekið dráttarvélaverksmiðju í álfunni frá 2005. Dótturfyrirtækið í Ástralíu hefur umsjón með markaðssetningu á Nýja-Sjálandi og í Eyjaálfunni.
M&M selur einnig traktora frá suður-kóreska dráttarvéla­framleiðandanum Tong Yang Moolsan.

Smátraktorinn Yuvraj

Árið 2011 hóf M&M framleiðslu á 15 hestafla smátraktor undir heitinu Yuvraj. Sala á þeim hefur frá upphafi verið langt umfram væntingar og í dag eru um 40 þúsund framleiddir á ári. 
Mahindra-traktorar hafa verið rauðir að lit frá upphafi, unnið til fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir gæði og frá 2010 hafa þær verið söluhæstu dráttarvélar í heimi. 

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...