Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mæði-visnuveirur í sauðfé og tengslin við alnæmi
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 2. febrúar 2015

Mæði-visnuveirur í sauðfé og tengslin við alnæmi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vísindauppgötvanir á Íslandi tengdar veirusjúkdómum í sauðfé og mikilvægi þeirra fyrir skilning á alnæmisveirunni voru meginefni erindis sem Halldór Þormar, prófessor emeritus í frumulíffræði við Háskóla Íslands, flutti fyrir skömmu.

Halldór tók þátt í afar merkilegum rannsóknum á veirum í sauðfé að Keldum á sínum tíma. Í erindi sínu rakti Halldór meðal annars aðdraganda rannsóknanna.

Karakúlfé bar með sér veiru

Halldór sagði að árið 1933 hafi ríkisstjórn Íslands ákveðið að leyfa innflutning á fé af karakúlkyni, 5 ám og 15 hrútum, frá Þýskalandi til þess að bændur gætu hafið framleiðslu á verðmætum lambskinnum fyrir loðkápur, eða persneska pelsa, sem þá voru í háu verði.
„Karakúlféð er upprunnið í Úzbekistan og hefur verið ræktað í fjallahéruðum Mið-Asíu í meira en 3.000 ár. Á Vesturlöndum hefur það einkum verið ræktað til skinnaframleiðslu. Skinnin eru tekin af lömbum sem er lógað innan þriggja daga gömlum þegar feldurinn er enn þéttur og hrokkinn.

Féð sem var flutt til Íslands virtist heilbrigt og án smitsjúkdóma. Það var haft í sóttkví í tvo mánuði í Þerney á Kollafirði áður en því var dreift til bænda út um allt land. Flest mun þó hafa farið til Búnaðarskólans á Hólum. Tveimur árum seinna kom áður óþekktur sjúkdómur upp í sauðfé á bæjum þar sem karakúlhrútar höfðu verið hýstir með íslenska fénu, og mátti rekja sýkinguna beint til þeirra.“

Stórfelldur niðurskurður

Smám saman kom í ljós að fénu fylgdi ekki bara einn sjúkdómur heldur nokkrir sem komu í ljós á fimm ára tímabili. Þetta voru votamæði, garnaveiki, mæði (þurramæði) og visna.

Sjúkdómarnir breiddust hratt út og dánartíðni vegna þeirra var há og þeir því mikil ógn við sauðfjárrækt í landinu. Árið 1944 var ákveðið að reyna að útrýma sýkingunni með niðurskurði og það tókst að lokum eftir tíu ára baráttu. Ísland er eina landið í heiminum þar sem tekist hefur að eyða þessum sjúkdómum eftir að þeir hafa komið upp.

Í fyrirlestrinum kom fram að það hafi verið læknarnir Níels Dungal og Guðmundur Gíslason sem greindu votamæði og mæði.

Alnæmisveira og 30 ára gamlar rannsóknir á Keldum

Alnæmisveiran ræktaðist fyrst árið 1983 og árið 1985 sýndi raðgreining á erfðaefninu að hún var af flokki lentiveira. Um 30 árum áður höfðu fyrstu lentiveirurnar verið ræktaðar og rannsakaðar  á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Veirurnar ollu sjúkdómunum visnu og mæði, sem Björn Sigurðsson læknir, fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar, nefndi hæggenga smitsjúkdóma og urðu alþjóðlega þekktir sem „slow infections“. Nafnið lentiveirur má rekja til þeirra, en lentus þýðir hægur á latínu.

„Kenning Björns um hæggenga smitsjúkdóma var að langur tími, mánuðir eða ár, líði frá smiti og þar til að sjúkdómseinkenni koma fram og að eftir að einkenni koma fram ágerist þau hægt og endi með banvænum sjúkdómi.“

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...