Stjórn minkabænda. Frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og
Björn Harðarson formaður.
Stjórn minkabænda. Frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Mynd / ál
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskipti til þess að koma í veg fyrir skyldleikaræktun.

Á landinu eru eingöngu sex minkabú og eiga þau samtals rúmlega 8.500 læður. Eftir hrun minkaræktarinnar í Danmörku hefur lokast fyrir innflutning á kynbótadýrum og er nauðsynlegt fyrir greinina að bregðast við til að forðast skyldleikaræktun.

„Fyrir okkar búgrein skiptir máli að halda skyldleikaræktun í hófi með reglulegum skiptum á dýrum,“ segir Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda og minkabóndi í Holti í Flóa. Á deildarfundinum kynnti Ditte Clausen, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, tillögu að ræktunaráætlun sem miðar að því að lyfta heildinni.

Björn gerir fastlega ráð fyrir að allir minkabændur taki þátt í dýraskiptum þó svo að endanleg útfærsla ræktunaráætlunarinnar hafi ekki verið útfærð. Næstu skref felist í því að Ditte leggist yfir gögn frá öllum minkabúunum og leggi til hvernig best er að standa að kynbótum. „Ég geri ráð fyrir að allir taki þátt,“ segir Björn, því hagur bændanna sé mikill.

Miðað við horfur á mörkuðum segir Björn minkabændur spá tíu til fimmtán prósenta hækkun á minkaskinnum á næstu misserum. Á nýlegum uppboðum hafa fengist að meðaltali í kringum 5.000 krónur fyrir hvert minkaskinn, en hann segir að til að standa undir öllum kostnaði þyrftu minkabændur að fá 9.000 krónur á skinn.

Litlar breytingar urðu á stjórn deildar loðdýrabænda á fundinum. Í aðalstjórn, ásamt Birni, eru áfram Veronika Narfadóttir úr Túni og Hjalti Logason frá NeðriDal. Varamenn í stjórn eru Rúna Einarsdóttir frá Torfastöðum 2 og Bjarni Stefánsson úr Túni.

Björn bætir við að loðdýrarækt falli vel að loftslagsmarkmiðum Bændasamtaka Íslands. „Við nýtum lífrænan úrgang sem annars færi í urðun og breytum í útflutningsvöru. Nokkurn veginn allt okkar fóður er innlent.“ 

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...