Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Starfsmenn Oddeyrarskóla á fullu við lummbakstur.
Starfsmenn Oddeyrarskóla á fullu við lummbakstur.
Fólk 22. júní 2016

Lummubaksturssnillingar í Oddeyrarskóla

Starfsfólk Oddeyrarskóla eru miklir aðdáendur Bænda­blaðsins. Á kaffistofunni er blaðið oft  uppspretta fjörlegrar umræðu um landsins gagn og nauðsynjar.
 
Starfsfólkið reynir gjarnan að gera eitthvað skemmtilegt með nemendum skólans. Þannig var t.d. á fullveldisdaginn 1. desember 2015 ákveðið að skella í lummur og bakaðir af þeim háir staflar sem nemendur gæddu sér síðan á með dass af sykri. Að sjálfsögðu var greint frá þeim viðburði á síðum Bændablaðsins á sínum tíma. Gallinn var bara sá að myndir fylgdu ekki fréttinni eins og vera bar.
 
Ástæðan var að nafn aðal lummubakarans hafði ekki skilað sér til blaðsins og var myndin því sett til hliðar á síðustu stundu. 
 
Eðlilega voru starfsmenn Oddeyrarskóla þá ekki par sáttir við sitt uppáhaldsblað og gerðu athugasemd við þetta vítaverða myndleysi. Alla tíð síðan hafa samstarfsmenn þessa slynga lummubakara lagt hart að ritstjóra Bændablaðsins að gera bragarbót á myndleysinu. 
 
Þar sem nú er loks búið að fá upplýst hver þessi röska manneskja er (sjá mynd hér til hliðar), þá þótti ekki verjandi lengur að bíða með myndbirtingu. Kannski ekki heldur seinna vænna þar sem starfsmenn eru að fara í sumarfrí og senn að koma 17. júní.   
 
Bændablaðið óskar Hrönn og öðrum velunnurum sínum í Oddeyrarskóla gleðilegs sumars.

2 myndir:

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...