Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Linsoðið egg, íslensk rækja og heimalagað majónes
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 10. febrúar 2017

Linsoðið egg, íslensk rækja og heimalagað majónes

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Egg eru úrvalsfæða og má nýta sem próteingjafa. Þá er sniðugt að gera smurt brauð sem er passleg magafylli án þess að tæma budduna, því brauðið kemur á móti minni skammti af próteini. 
 
Æskilegt er að nota gott brauð, helst danskt súrdeigs-rúgbrauð.
 
Heimalagað majónes
  • 70 g eggjarauða
  • 20 g Dijon-sinnep
  • 7 g salt
  • 120 ml hvítvínsedik eða eplaedik
  • 3 dl bragðlítil olía
  • 400 ml  kaldpressuð repjuolía (fæst nú íslensk)
 
Þessi uppskrift er stór og er passlegt að gera hálfa uppskrift nema fólk vilji eiga alvöru majónes í kælinum, geymist ágætlega við rétta kælingu.
 
Aðferð
Setjið eggjarauður, sinnep, salt og edik í skál og hrærið vel saman í 30 sekúndur. Svo er olíunni hellt í mjórri bunu saman við og þeytt áfram þar til majónesið hefur þykknað. Setjið majónesið í krukku með loki og geymið í ísskáp (og þá eigið þið majónes án aukaefna og með hollri íslenskri fitu).
 
Smurbrauð með stökku kjúklingaskinni og rækju
  • 100 g kjúklingaskinn
  • salt
  • 4 egg
  • 4 sneiðar af góðu kornrúgbrauði
  • smjör fyrir brauðið
  • 200 g rækjur
  • salt og pipar
  • grænar kryddjurtir að eigin vali til skrauts
 
Aðferð fyrir stökkt kjúklingaskinn
Takið kjúklingaskinn af læri, og fjarlægið umfram fitu. Setjið á smjörpappír og kryddið létt með salti. Bakið í ofni við 160 gráður í eina klukkustund. Athugið að skinnið  er mjög brothætt.
 
Sjóðið egg eftir smekk. Eggjarauðan má vera blaut og þá tekur suðan um 5–7 mínútur. Kælið eggin í köldu vatni og skerið í helminga. Setjið  smjör á  brauðið, svo áleggið (eggið) og því næst majónes þar ofan á.  Bætið rækjum við og skreytið með kjúklingaskinni og grænum kryddjurtum að eigin vali.
 
 
Smurt brauð með kartöflum, dilli,  smjöri og salti
Nýjar kartöflur á að meðhöndla með virðingu en þær eru líka góðar úr köldum jarðhýsum bænda. Það skiptir vissulega máli hvernig þær eru eldaðar. Hér er einföld uppskrift með dilli og salti.
  • 1 kg litlar kartöflur
  • 1 búnt dill
  • 50 g af smjöri
  • salt
Aðferð
Skrúbbið kartöflur vel í köldu vatni og setjið þær í pott með vatni og látið vatnið ná yfir kartöflurnar. Bætið ögn af salti við. Það þarf að vera nóg af salti til að kartöflur smakkist ákjósanlega – og setjið dillstiklana með. Sjóðið kartöflurnar varlega með lokið á. Þegar kartöflur sjóða, fjarlægja froðu og önnur óhreinindi með skeið. Lækkið hitann og sjóðið við lágan hita í 5–6 mínútur. Slökkvið þá á hitanum og látið kart­öflurnar liggja í vatninu í um 5–7 mínútur. Skolið og hellið vatninu af og framreiðið kartöflur með hökkuðu dilli, köldu smjöri og ögn af sjávarsalti.
 
Framreiðið með heimalöguðu majónesi og kartöfluflögum á smurbrauðinu.
 
Þetta er úrvals smurbrauð en það má einnig nota rækju og egg saman á brauðið.
 

2 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...