Lína Langsokkur í uppáhaldi
Tinna Marlis er sex ára og býr á Fjallalækjarseli í Þistilfirði og er nemandi í Grunnskólanum á Þórshöfn. Fyrsta minning hennar er þegar hún var í heimsókn hjá afa sínum og ömmu í þýskalandi og heimsótti mismunandi leikvelli á hverjum degi.
Nafn: Tinna Marlis Gunnarsdóttir.
Aldur: 6 ára.
Stjörnumerki: Meyja.
Búseta: Fjallalækjarsel í Þistilfirði.
Skóli: Grunnskólinn á Þórshöfn.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Sund og íþróttir og að læra.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur.
Uppáhaldsmatur: Pitsa.
Uppáhaldshljómsveit: Alls konar tónlist.
Uppáhaldskvikmynd: Línu Langsokks-myndir.
Fyrsta minning þín? Þegar farið var daglega á ýmsa leikvelli hjá afa og ömmu í Þýskalandi.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Alls konar skólaíþróttir.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Nuddari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að láta bekkjarsystkini klóra mér.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Við fjölskyldan fórum til Svíþjóðar og Þýskalands og borðuðum mikið af ís á báðum stöðum.