Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfótspor sitt. Í Svíþjóð er t.d. búið til lífgúmmí úr birkiberki.

Í Halmstad í Svíþjóð hefur fyrirtækið Reselo haslað sér völl með því að nota hliðarafurð úr birkiberki, suberin, til framleiðslu á efni sem getur komið í stað náttúrugúmmís og má einnig blanda við gervigúmmí, til að minnka kolefnisfótspor. Suberin er efnasamband í berki sem einkum bregst við skemmdum og sjúkdómum í berki með því að styrkja frumuveggi og draga úr vatnstapi.

Reselo sá sér leik á borði og tók upp samstarf við sænska skógræktariðnaðinn þar sem mikið fellur til af hliðarafurðum, svo sem birkiberki. Reselo vinnur efnið í endingargott og vatnshelt lífgúmmí sem nota má í skó, hlífðarbúnað, bifreiðar, leikföng og mottur á t.d. leikvelli o.fl.

Lífgúmmí í Nokian-dekk

Í upphafi var um að ræða þróunarverkefni um hagnýtingu lífmassa trjáa við Konunglega tækniháskólann í Svíþjóð (KTH) en upp úr því var Reselo AB stofnað árið 2020, með það að markmiði að leiða þróun og framleiðslu á sjálfbærum lífefnum.

Í fyrra gerði finnski dekkjaframleiðandinn Nokian samning við Reselo um þróun dekkja með birkibarkargúmmí og þróunarvinna Thomas Baumgarten, lífefnafræðingur og einn stofnenda Reselo, sagði í viðtali við vefinn Material Factors að birkibörkur væri í raun einstakur að samsetningu. Hann hefði fáa aðalhluta. Í greni eða furu væru til dæmis yfir fjörutíu efni og það að aðskilja þau væri dýrt ferli sem borgaði sig ekki.

Birkið er best

„Í birkiberki hefur þú þrjá meginþætti: betulín sem er þegar notað í snyrtivörur og fæðubótarefni, lignín-kolvetni sem hefur verið talið úrgangsefni og er oft brennt sem orkugjafi. Svo er það suberin, sem er net langkeðju-fitusýra og gerir birkibörk sveigjanlegan. Við tökum út suberinið, brjótum það niður í einliðu og setjum það aftur saman í tilraunaglasi til að fá gúmmíefni,“ útskýrði Baumgarten í viðtalinu. Hann sagði birkibörk hæglega geta innihNáttúrulegt gúmmí er að sögn Baumgartens í rauninni trjásafi sem dreginn er út úr gúmmítrénu og þurrkaður. Resalo-lífgúmmíið sé hins vegar búið til úr fitusýrum og því sé það tæknilega séð tegund af polýester.

„Það hefur allt aðra efnafræði miðað við næstum öll gúmmí sem fáanleg eru í dag, en það virkar,“ sagði Baumgarten. Reselo-lífgúmmí megi nota hreint, eða blanda því í gúmmíblöndur til að minnka jarðefnafjölliður og þannig kolefnisfótspor.

Skylt efni: birkiskógar | Lífgúmmí

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...