Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Léttir sumarréttir þar sem fiskur og lamb koma við sögu
Matarkrókurinn 21. júlí 2017

Léttir sumarréttir þar sem fiskur og lamb koma við sögu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Sumarið er tími ferðalaga og fersks hráefnis. Nú þegar veiðitímabilið stendur sem hæst er kjörið að útbúa eitthvað úr aflanum. Fyrir þá sem fara ekki í silungsveiði er kjörið að heimsækja fisksalann og útbúa plokkfisk. Fyrir nýjungagjarna sveitamenn og aðra lesendur Bændablaðsins kynnum við til sögunnar litla lambaborgara sem eru sannkallað lostæti.
 
Silungur með agúrku og selleríþynnum ásamt kotasælu og dilli 
 
Þetta er léttur réttur þar sem spila vel saman feitur silungur, mjúkur og mildur ostur ásamt stökku sellerí og ferskum agúrkum. Ferskt bragð úr íslenskum vötnum og úr gróðurhúsum garðyrkjubænda.
 
Hráefni:
200 g reyktur silungur í litlum bitum eða þunnt skornum sneiðum.
½ stk. agúrka
2 stilkar sellerí, skrældir strimlar með grænmetisflysjara
Safi af 1 sítrónu
3 msk. eplaedik
1 rauður chili, fínt saxaður
4 msk. ólífuolía
50 g kotasæla
 
Aðferð:
Blandið saman í skál agúrku og sellerí (sem er búið að flysja í borða með grænmetisflysjara) ásamt sítrónusafa, ediki, chili og ólífuolíu. Leggið silungasneiðar á disk. Toppið silunginn jafnt með sellerí og agúrkuborðum. Takið  kotasælu og setjið í kringum fiskinn og grænmetið ásamt salati eða kryddjurtum til skrauts.
 
 
Litlir lambahamborgarar
 
Þetta er skemmtilegt tilbrigði við venjulega hamborgara og þýðir að gestir þínir munu enn hafa pláss fyrir alla aðra fæðu sem er í boði. Litlir hamborgarar eru líka frábærir fyrir miðnætursnarl eftir veislu eða samkvæmi.
 
Hráefni:
250 g hakkað lambakjöt eða tilbúið úrvalshakk
1 lítill laukur, fínt saxaður
1 hvítlauksgeiri, fínt hakkaður
1 eggjarauða
25 g hvítt brauð, mylsna eða snakk 
Íslenskt krydd eftir smekk, til dæmis hvönn eða kerfill
1 tsk. ferskt blóðberg
4 tsk. grískt jógúrt
Litlar hamborgarabollur eða útstungið franskbrauð 
Salt og ferskur malaður svartur pipar.
Eftir smekk má setja hvaða fyllingu og grænmeti sem fólk vill, t.d. salat, sneidda tómata og rauðlaukssneiðar.
 
Aðferð:
Setjið lambið í skál með lauknum, hvítlauk, eggjarauðu, ásamt brauðraspi eða snakki ásamt kryddi.
Bætið salti og pipar og blandið með hreinum höndum, þar til öll innihaldsefnin eru komin saman. Mótið í sex litla hamborgara, pressið létt og látið hvíla í 30 mínútur.
 
Setjið á grillið og eldið í 3–6 mínútur á hvorri hlið eða þar til fulleldað. Blandið restina af kryddjurtunum  við jógúrtið og kryddið með salti og pipar. Setjið hamborgarana í bollur eða útstungið brauð með jógúrt, salati, tómötum og rauðlauk.
 
 
Plokkfiskur með rúgbrauði og kryddjurtum
 
400 g eldaður þorskur eða ýsa (þarf aðeins meira ef hrár)
400 g kartöflur (soðnar og skrældar)
1 laukur (saxaður fínt)
300 ml mjólk 
55 g smjör 
3 msk hveiti
salt og pipar
2 msk. íslenskar kryddjurtir (ferskar og saxaðar til að bæta lit, bragð og til skreytingar)
 
Aðferð
Ef fiskurinn er soðinn er hann brotinn upp í flögur. Annars soðinn og bætt í kartöflurnar.
Merjið kartöflur og fínsaxið laukinn.
Hitið mjólk í potti að suðumarki.
Í stórri pönnu (meðan mjólkin er í upphitun), bræðið  smjör og létteldið lauk yfir meðalhita án þess að leyfa lauknum að brúnast.
Blandið hveiti við lauk, hrærið vel og eldið í 1-2 mínútur. Smátt og smátt bætið við heitu mjólkinni á meðan hrært er stöðugt. Látið malla í 3-4 mín. Hrærið allan tímann svo ekki brenni í botninn.
Bætið við fiski og hrærið hratt til að brjóta fiskinn alveg. Kryddið með salti og miklum pipar.
Bætið kartöflum við og hrærið varlega. Eldið yfir lágum hita þar til allt er gegnhitað.
Setjið í fjórar skálar og skreytið með 1/2 msk. af jurtum. Framreiðið heitt með dökku rúgbrauði og smjöri.
Skreytið með íslenskum kryddjurtum eins og graslauk, villtum kerfli eða ætum blómum.
Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...