Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Laxaborgari hjúpaður tortillaflögum
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 27. janúar 2017

Laxaborgari hjúpaður tortillaflögum

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Ef samviskan er sterk en líkaminn kallar á skyndibita, er best að gera hollari skyndibita. 
 
Þar er ofurfæðan lax efstur á blaði. Laxeldi á Íslandi er að aukast og er því tilvalið að velja íslenskan lax í bland við bandarískar tortillaflögur, rasp og krydd – sem mætti kallast ný útgáfa af fiski í raspi.
 
Laxaborgari
  • 1 bolli tortillaflögur - muldar (raspur) (mylja þær í matvinnsluvél eða bara kremja þær í opnum poka)
  • 1 stk. beinlaust laxaflak
  • 1 skallotlaukur, saxaður fínt
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • 1 stórt egg
  • 1/3 bolli brauðmylsna (eða soðnar kartöflur til að binda borgarann saman)
  • 1 msk. chili-mauk
  • 1/2 tsk. chili-duft 
  • 1/2 tsk. reykt paprika
  • 1/2 tsk. kúmenduft
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/2 tsk. pipar
  • 2 matskeiðar söxuð fersk steinselja
  • 3 til 4 matskeiðar ólífuolía
  • 8 góð lítil bollubrauð
  • 6 sneiðar góður ostur
  • Smá brúskur af uppáhalds salat- inu þínu (mér finnst gott að gera rauðkáls-hrásalat)
  • 2 avókadó,(lárpera) skornar í sneiðar
  • Hveiti og eggjahvíta (til að hjúpa í rasp)
 
Chili (krydd) majó
  • 1/2 bolli majónes
  • 1 tsk. chilimauk að eigin vali eða annað krydd, kryddjurtir, wasabi eða sinnep.
Setjið tortillamylsnu á stóran disk. Gott að taka fyrst flögurnar í matvinnsluvél, eða merja fínt í rasp. Sumir vilja bæta sesamfræjum saman við.
 
Saxið laxinn (eða skerið í bita), gott er að nota matvinnsluvél. Saxið þar til laxinn er í litlum bitum, en ekki alveg í fars. Takið laxinn og setjið í stóra skál. Bætið skallotlauk, hvítlauk, egg, brauðmylsnu (eða jafnvel mörðum soðnum kartöflum), chili­sósu, kryddi, salti og pipar ásamt steinselju í skál. Hrærið í með skeið til að blanda öllu saman og þjappið svo blöndunni saman með hreinum höndum, eða notið einnota hanska. Skiptið blöndunni í um átta borgara, en miðið við stærð brauðsins sem á að nota.
 
Setjð svo hveiti á disk og eggjahvítu á annan disk. Svo er borgarinn settur fyrst í hveitið, svo eggjahvítuna og svo í tortillamylsnuna. Hjúpið allan borgararann og endurtakið með alla hina. Hitið stóra pönnu yfir miðlungs hita og setjir tvær matskeiðar af ólífuolíu á pönnuna. Steikið borgarana á báðum hliðum þangað til þeir eru gullnir á lit, í um tvær til þrjá mínútur á hvorri hlið (ég geri þetta í tveimur skömmtum). Látið hvíla í heitum ofni í að lágmarki á aðra mínútu eða í tvær til að tryggja að þeir eru heitir inn að miðju.
Það er hægt að setja saman borgarann með ýmsu meðlæti. Setjið grænt salat á botnbrauðið eða hrásalat.
Setja svo hamborgara ofan á og eftir smekk bragðbættu majónesi og lárperu. Berið strax fram!
 
Krydd majónes
Bætið bragðefnum að eigin vali við majónesið í hrærivél eða matvinnsluvél og maukið þar til það er slétt. Þú getur gert þetta vel í tíma.

4 myndir:

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...