Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Landbúnaðarklasinn stofnaður í dag
Lesendarýni 6. júní 2014

Landbúnaðarklasinn stofnaður í dag

Haraldur Benediktsson skrifar:

Í dag verða formlega stofnuð samtökin Landbúnaðarklasinn. Hugmyndin er að tengja saman alla þá sem hafa tengsl í landbúnaði, í víðtækum skilningi.

Landbúnaður er umfangsmikil grein í atvinnulífi landsins, en of fáir gera sér grein fyrir því. Það er því verðugt verkefni að takast á við að upplýsa, greina og draga fram mikilvægi þess að landbúnaður vaxi og dafni. Of oft og of mikið hefur einmitt verið fjallað um landbúnað á neikvæðan hátt og hagsmunir hans slitnir úr samhengi við burðarhlutverk hans í byggðalegu tilliti og sem verðmætaskapandi atvinnugrein.

Bóndinn þarf á mörgum þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum að halda í sínum búskap. Þau fyrirtæki skapa mikla atvinnu og verðmæti. Afurðafyrirtækin þurfa sína þjónustu á margvíslegum sviðum. Samandregið er þessi grein sem tengist íslensku atvinnulífi öflug en lítt sýnileg – og því þarf að breyta.

Umsvif landbúnaðar eru mikil

Takmarkaðar rannsóknir og samantektir eru til um efnahagsleg umsvif landbúnaðar og stoðfyrirtækja hans. Við eigum rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum um vinnumarkað og starfafjölda tengdan frumframleiðslunni – búskapnum. Sé sú rannsókn uppreiknuð er um 12.000 störf að ræða. Með grófri nálgun má áætla að velta fyrirtækja tengdum landbúnaði sé um 150 milljarðar. Þessar tvær stærðir þarf einmitt að rannsaka betur og verður það hlutverk hinna nýju samtaka.

Af þessu má sjá að góðar forsendur þarf að skapa fyrir ábyrgri umræðu um landbúnað og framtíð hans. Við trúum að á næstu árum verði meiri breytingar í íslenskum landbúnaði en verið hafa í langan tíma. Veruleg uppbyggingar- og fjárfestingarþörf er til staðar. Það eru spennandi áskoranir fram undan. Tækifæri sem við eigum að búa okkur undir. Til að við bændur getum tekist á við þau þurfum við trausta stefnu og öflugt bakland. Við getum að minnsta kosti ekki tekist á við þau tækifæri með umræðu um landbúnað sem ekki hefur skýra heildarmynd. Þá heildarmynd geta slík samtök hjálpað til að skapa.

Samtakamátturinn skapar ný tækifæri

Það er mikilvægt að okkur takist vel til að slá sameiginlegan tón og virkja samtakamáttinn til sóknar fyrir íslenskt atvinnulíf. Undirbúningshópurinn sem hefur unnið að stofnun samtakanna hefur skynjað áhugann og viljum við hvetja fyrirtæki og félög bænda til þátttöku. Á stofnfundinum verður farið yfir fyrstu skref okkar og verkefni sem við viljum ráðast í. Hvernig við sjáum að samtökin geti sótt fram.

Landbúnaðarklasinn á margar fyrirmyndir. Það sammerkt með þeim fjölmörgu samtökum sem ýmsar atvinnugreinar hafa stofnað – að samtakamátturinn skapar ný tækifæri.
 

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...