Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lambhúshetta
Hannyrðahornið 16. febrúar 2015

Lambhúshetta

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Sá íslenski siður að láta börn sofa úti nánast frá fæðingu kemur útlendingum oft spánskt fyrir sjónir.
Hins vegar eru börnin vel og hlýlega klædd og þetta herðir þau og styrkir.
 
Lambhúshettan góða er ein af þeim flíkum sem gera þetta mögulegt og ættu öll börn að eiga eina svona. Þessi uppskrift er góð hvað það varðar að loka vel yfir eyrun og hún vex með barninu.
 
Efni
Baby star frá Kartopu 1 dokka ( til í 5 litum á www.garn.is) þar getið þið líka séð útsölustaðina víða um land.) Við notuðum bleika litinn fyrir þessa dömu.
Stærð: 6 mánaða, 1 árs, eins og hálfs árs og 2ja ára.
Prjónið gefur vel eftir, þess vegna endist húfan lengur. 
Hringprjónn nr 3,5 – 4 eftir því hver fast er prjónað.
Sl = slétt prjón.
Br = brugðið prjón.
Sm= sentimetrar.
 
Lambhúshettan:
Fitjið laust upp með hringprjóninum 192-200-208-216 L og tengið í hring.
Prjónið 4 sl  4 br L  5- (5,5) -6 -(6,5) sm.
 
Þá kemur úrtaka: 2 sléttar saman tvisvar yfir sléttu lykkjurnar 4 brugðnar. (fallegra er að taka  L óprjónaða, prjóna næstu slétt og steypa óprjónuðu lykkjunni yfir og taka síðan næstu 2 saman) 
Næsta umferð er prjónuð slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið. þ.e. 2 sl 4 br.
Því næst eru prjónaðar 2 sl yfir sléttu lykkjurnar og 2 brugðnar saman tvisvar .
Þá eiga að vera á prjóninum 2 sl og 2 br. alls 96-100-104-108 l.
Prjónið nú 4-4,5-5-5,5 sm 2sl og 2 br. 
 
Nú eru felldar af miðjulykkjurnar undir hökunni 16-18-18-20 L og haldið áfram að prjóna 2 sl 2 br fram og til baka.
 
Takið úr í byrjun umferðar 2,1,1 L sitt hvorum megin, þá eiga að vera 72-74-78-80 L á prjóninum.
Prjónið nú 2 sl og 2 br fram og til baka 11-12-13-14 sm. frá affellingunni undir hökunni.
Nú eru fitjaðar upp 16-18-18-20 L á móti þar sem áður voru felldar af jafn margar lykkjur og prjónað í hring 2 sl og 2 br.
 
Prjónað þannig í hring 2-3-3,5-4 sm.
Þá eru brugðnu lykkjurnar teknar tvær saman og sléttu lykkjurnar prjónaðar eins og áður.
Prjónað áfram í hring 2 sl og 1 br 2-3-3,5-4  sm.
Þá eru 2 sléttu lykkjurnar prjónaðar saman og prjónað áfram 1 sl og 1 br 2-3-3,5-4  sm.
Þessu næst eru prjónaðar  saman 2 l allan hringinn.
Prjónuð 1 umferð slétt slitið frá og endinn dreginn gegnum lykkjurnar sem eftir eru og saumaður fastur.
 
Nú eru teknar upp lykkjurnar kringum andlitið og prjónað 2 sl og 2 br 6-7-7,5-8 umferðir.
Fellt laust af og  gengið frá öllum endum.
Búinn til dúskur og settur á ef vill.            
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...