Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Lambahryggur með sítrónubættri steinseljusósu, bökuðu grænmeti og kartöflum
Matarkrókurinn 4. mars 2014

Lambahryggur með sítrónubættri steinseljusósu, bökuðu grænmeti og kartöflum

Hráefni
1 lambahryggur
1 tsk. sítrónupipar eða venjulegur
1 msk. rifinn sítrónubörkur
1 msk. steinselja, smátt söxuð
1 1/2 tsk. Maldon-salt
Leiðbeiningar
Fylgið skref fyrir skref leiðbeiningumog kryddið síðan hrygginn á öllum hliðum með sítrónupipar.

Steikið á fituhliðinni á velheitri pönnu í 2-3 mín. eða þar til fitan er orðin falleg brún.

Snúið þá hryggnum og steikið á öllum hliðum þar til hann verður fallega brúnn.

Setjið hrygginn í ofnskúffu og bakið við 180°C í 20-25 mín.


Lambasoð:

beinin af hryggnum og afskurður
vatn

Hitið ofninn í 200°C.

Setjið lambabein g afskurð í ofnskúffu og bakið í u.þ.b. 15-20 mín. í ofninum eða þar til beinin eru orðin vel brúnuð og allt að því brennd.

Færið beinin þá í pott og hellið vatni í pottinn þannig að rétt fljóti yfir beinin.

Sjóðið við væganhita í 1 klst.

Veiðið alla fitu og froðu ofan af soðinu á meðan það sýður.

Sigtið þá soðið og sjóðið niður þar til 4 dl eru eftir.


Sítrónu- og steinseljusósa:

½ dl vatn
2 msk. sykur
1-2 msk. rifinn sítrónubörkur
2 msk. sítrónusafi
4 dl lambasoð
sósujafnari
2 msk. steinselja, smátt söxuð
40 g kalt smjör í teningum
salt
nýmalaður pipar

Setjið vatn í pott ásamt sykri ogsjóðið í u.þ.b. 5 mín. eða þar til sykurinn er orðinn fallega gullin brúnn.

Bætið þá sítrónuberki, sítrónusafa og lambasoði í pottinn og látið sjóða í 2 mín.

Þykkið soðið með sósujafnara.

Setjið steinselju og smjörsaman við að lokum og takið pottinn af hellunni.

Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað.

Smakkið til með saltio g pipar.


Bakað grænmeti og kartöflur:

200 g bökunarkartöflur, í bátum
200 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita
250 g sellerírót, skræld og skorin í bita
250 g gulrætur, skornar í bita
250 g steinseljurót, skræld og skorin í bita
½ dl olía
2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. tímíanlauf
salt
nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Setjið í eldfast mót og bakið við 180-200°C í 25 mín.

Uppskriftin er úr Gestgjafanum.  Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson   Myndir: Kristinn Magnússon   Stílisti: Guðrún Hrund

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...