Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lambahryggur með sítrónubættri steinseljusósu, bökuðu grænmeti og kartöflum
Matarkrókurinn 4. mars 2014

Lambahryggur með sítrónubættri steinseljusósu, bökuðu grænmeti og kartöflum

Hráefni
1 lambahryggur
1 tsk. sítrónupipar eða venjulegur
1 msk. rifinn sítrónubörkur
1 msk. steinselja, smátt söxuð
1 1/2 tsk. Maldon-salt
Leiðbeiningar
Fylgið skref fyrir skref leiðbeiningumog kryddið síðan hrygginn á öllum hliðum með sítrónupipar.

Steikið á fituhliðinni á velheitri pönnu í 2-3 mín. eða þar til fitan er orðin falleg brún.

Snúið þá hryggnum og steikið á öllum hliðum þar til hann verður fallega brúnn.

Setjið hrygginn í ofnskúffu og bakið við 180°C í 20-25 mín.


Lambasoð:

beinin af hryggnum og afskurður
vatn

Hitið ofninn í 200°C.

Setjið lambabein g afskurð í ofnskúffu og bakið í u.þ.b. 15-20 mín. í ofninum eða þar til beinin eru orðin vel brúnuð og allt að því brennd.

Færið beinin þá í pott og hellið vatni í pottinn þannig að rétt fljóti yfir beinin.

Sjóðið við væganhita í 1 klst.

Veiðið alla fitu og froðu ofan af soðinu á meðan það sýður.

Sigtið þá soðið og sjóðið niður þar til 4 dl eru eftir.


Sítrónu- og steinseljusósa:

½ dl vatn
2 msk. sykur
1-2 msk. rifinn sítrónubörkur
2 msk. sítrónusafi
4 dl lambasoð
sósujafnari
2 msk. steinselja, smátt söxuð
40 g kalt smjör í teningum
salt
nýmalaður pipar

Setjið vatn í pott ásamt sykri ogsjóðið í u.þ.b. 5 mín. eða þar til sykurinn er orðinn fallega gullin brúnn.

Bætið þá sítrónuberki, sítrónusafa og lambasoði í pottinn og látið sjóða í 2 mín.

Þykkið soðið með sósujafnara.

Setjið steinselju og smjörsaman við að lokum og takið pottinn af hellunni.

Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað.

Smakkið til með saltio g pipar.


Bakað grænmeti og kartöflur:

200 g bökunarkartöflur, í bátum
200 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita
250 g sellerírót, skræld og skorin í bita
250 g gulrætur, skornar í bita
250 g steinseljurót, skræld og skorin í bita
½ dl olía
2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. tímíanlauf
salt
nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Setjið í eldfast mót og bakið við 180-200°C í 25 mín.

Uppskriftin er úr Gestgjafanum.  Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson   Myndir: Kristinn Magnússon   Stílisti: Guðrún Hrund

Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...