Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lambahryggur með sítrónubættri steinseljusósu, bökuðu grænmeti og kartöflum
Matarkrókurinn 4. mars 2014

Lambahryggur með sítrónubættri steinseljusósu, bökuðu grænmeti og kartöflum

Hráefni
1 lambahryggur
1 tsk. sítrónupipar eða venjulegur
1 msk. rifinn sítrónubörkur
1 msk. steinselja, smátt söxuð
1 1/2 tsk. Maldon-salt
Leiðbeiningar
Fylgið skref fyrir skref leiðbeiningumog kryddið síðan hrygginn á öllum hliðum með sítrónupipar.

Steikið á fituhliðinni á velheitri pönnu í 2-3 mín. eða þar til fitan er orðin falleg brún.

Snúið þá hryggnum og steikið á öllum hliðum þar til hann verður fallega brúnn.

Setjið hrygginn í ofnskúffu og bakið við 180°C í 20-25 mín.


Lambasoð:

beinin af hryggnum og afskurður
vatn

Hitið ofninn í 200°C.

Setjið lambabein g afskurð í ofnskúffu og bakið í u.þ.b. 15-20 mín. í ofninum eða þar til beinin eru orðin vel brúnuð og allt að því brennd.

Færið beinin þá í pott og hellið vatni í pottinn þannig að rétt fljóti yfir beinin.

Sjóðið við væganhita í 1 klst.

Veiðið alla fitu og froðu ofan af soðinu á meðan það sýður.

Sigtið þá soðið og sjóðið niður þar til 4 dl eru eftir.


Sítrónu- og steinseljusósa:

½ dl vatn
2 msk. sykur
1-2 msk. rifinn sítrónubörkur
2 msk. sítrónusafi
4 dl lambasoð
sósujafnari
2 msk. steinselja, smátt söxuð
40 g kalt smjör í teningum
salt
nýmalaður pipar

Setjið vatn í pott ásamt sykri ogsjóðið í u.þ.b. 5 mín. eða þar til sykurinn er orðinn fallega gullin brúnn.

Bætið þá sítrónuberki, sítrónusafa og lambasoði í pottinn og látið sjóða í 2 mín.

Þykkið soðið með sósujafnara.

Setjið steinselju og smjörsaman við að lokum og takið pottinn af hellunni.

Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað.

Smakkið til með saltio g pipar.


Bakað grænmeti og kartöflur:

200 g bökunarkartöflur, í bátum
200 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita
250 g sellerírót, skræld og skorin í bita
250 g gulrætur, skornar í bita
250 g steinseljurót, skræld og skorin í bita
½ dl olía
2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. tímíanlauf
salt
nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Setjið í eldfast mót og bakið við 180-200°C í 25 mín.

Uppskriftin er úr Gestgjafanum.  Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson   Myndir: Kristinn Magnússon   Stílisti: Guðrún Hrund

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...