Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar.
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar.
Mynd / Jón Eiríksson
Fræðsluhornið 30. júlí 2019

Lambadómar 2019 – munið að panta fyrir 15. ágúst

Höfundur: Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason
Lambadómar eru ein af grunn­stoðum í ræktunarstarfi sauðfjár­ræktarinnar. Dómarnir nýtast við val á ásetningi, söfnun upplýsinga um afkvæmi sæðingastöðvahrúta og við afkvæmaprófanir á hrútum.   Hér verður farið yfir nokkur praktísk atriði varðandi framkvæmdina í haust.
 
Pöntunarfyrirkomulagið er með svipuðu sniði og áður.  Pantað er í gegnum heimasíðu RML (www.rml.is).  Miðað er við að þær pantanir sem berast fyrir 15. ágúst séu forgangspantanir.  Því verður dagskrá haustsins unnin út frá þeim pöntunum sem koma fyrir þennan dag.  Gert er ráð fyrir að skoðunum sé almennt lokið 18. október.  Ef óskir eru um skoðun eftir þann tíma þarf að semja um það sérstaklega við skipuleggjendur á viðkomandi svæðum.  Gjaldtaka fyrir lambadóma fylgir almennri gjaldskrá RML.  Komugjald er 6.500 kr. og tímagjald pr. starfsmann er 8.000 kr/klst, hvorutveggja verð án vsk.
 
Afkvæmarannsóknir
 
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar. Kröfur um styrkhæfa afkvæmarannsókn eru þær sömu og á síðasta ári.  Í samanburði þurfa að vera a.m.k. 5 hrútar og þar af að lágmarki 4 veturgamlir (hrútar fæddir 2018). Áætlaður styrkur út á hvern veturgamlan hrút er 5.000 kr. Ómmældu lömbin þurfa öll að vera af sama kyni, að lágmarki 8 afkvæmi undan hverjum hrút. Hver hrútur þarf síðan að eiga a.m.k. 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. Sótt er um styrkinn með því að senda tölvupóst á ee@rml.is og tilkynna að búið sé að ganga frá afkvæmarannsókn í Fjárvís.is.
 
/Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
 
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...