Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar.
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar.
Mynd / Jón Eiríksson
Á faglegum nótum 30. júlí 2019

Lambadómar 2019 – munið að panta fyrir 15. ágúst

Höfundur: Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason
Lambadómar eru ein af grunn­stoðum í ræktunarstarfi sauðfjár­ræktarinnar. Dómarnir nýtast við val á ásetningi, söfnun upplýsinga um afkvæmi sæðingastöðvahrúta og við afkvæmaprófanir á hrútum.   Hér verður farið yfir nokkur praktísk atriði varðandi framkvæmdina í haust.
 
Pöntunarfyrirkomulagið er með svipuðu sniði og áður.  Pantað er í gegnum heimasíðu RML (www.rml.is).  Miðað er við að þær pantanir sem berast fyrir 15. ágúst séu forgangspantanir.  Því verður dagskrá haustsins unnin út frá þeim pöntunum sem koma fyrir þennan dag.  Gert er ráð fyrir að skoðunum sé almennt lokið 18. október.  Ef óskir eru um skoðun eftir þann tíma þarf að semja um það sérstaklega við skipuleggjendur á viðkomandi svæðum.  Gjaldtaka fyrir lambadóma fylgir almennri gjaldskrá RML.  Komugjald er 6.500 kr. og tímagjald pr. starfsmann er 8.000 kr/klst, hvorutveggja verð án vsk.
 
Afkvæmarannsóknir
 
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar. Kröfur um styrkhæfa afkvæmarannsókn eru þær sömu og á síðasta ári.  Í samanburði þurfa að vera a.m.k. 5 hrútar og þar af að lágmarki 4 veturgamlir (hrútar fæddir 2018). Áætlaður styrkur út á hvern veturgamlan hrút er 5.000 kr. Ómmældu lömbin þurfa öll að vera af sama kyni, að lágmarki 8 afkvæmi undan hverjum hrút. Hver hrútur þarf síðan að eiga a.m.k. 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. Sótt er um styrkinn með því að senda tölvupóst á ee@rml.is og tilkynna að búið sé að ganga frá afkvæmarannsókn í Fjárvís.is.
 
/Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...