Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar.
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar.
Mynd / Jón Eiríksson
Á faglegum nótum 30. júlí 2019

Lambadómar 2019 – munið að panta fyrir 15. ágúst

Höfundur: Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason
Lambadómar eru ein af grunn­stoðum í ræktunarstarfi sauðfjár­ræktarinnar. Dómarnir nýtast við val á ásetningi, söfnun upplýsinga um afkvæmi sæðingastöðvahrúta og við afkvæmaprófanir á hrútum.   Hér verður farið yfir nokkur praktísk atriði varðandi framkvæmdina í haust.
 
Pöntunarfyrirkomulagið er með svipuðu sniði og áður.  Pantað er í gegnum heimasíðu RML (www.rml.is).  Miðað er við að þær pantanir sem berast fyrir 15. ágúst séu forgangspantanir.  Því verður dagskrá haustsins unnin út frá þeim pöntunum sem koma fyrir þennan dag.  Gert er ráð fyrir að skoðunum sé almennt lokið 18. október.  Ef óskir eru um skoðun eftir þann tíma þarf að semja um það sérstaklega við skipuleggjendur á viðkomandi svæðum.  Gjaldtaka fyrir lambadóma fylgir almennri gjaldskrá RML.  Komugjald er 6.500 kr. og tímagjald pr. starfsmann er 8.000 kr/klst, hvorutveggja verð án vsk.
 
Afkvæmarannsóknir
 
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar. Kröfur um styrkhæfa afkvæmarannsókn eru þær sömu og á síðasta ári.  Í samanburði þurfa að vera a.m.k. 5 hrútar og þar af að lágmarki 4 veturgamlir (hrútar fæddir 2018). Áætlaður styrkur út á hvern veturgamlan hrút er 5.000 kr. Ómmældu lömbin þurfa öll að vera af sama kyni, að lágmarki 8 afkvæmi undan hverjum hrút. Hver hrútur þarf síðan að eiga a.m.k. 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. Sótt er um styrkinn með því að senda tölvupóst á ee@rml.is og tilkynna að búið sé að ganga frá afkvæmarannsókn í Fjárvís.is.
 
/Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
 
Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...