Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar.
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar.
Mynd / Jón Eiríksson
Fræðsluhornið 30. júlí 2019

Lambadómar 2019 – munið að panta fyrir 15. ágúst

Höfundur: Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason
Lambadómar eru ein af grunn­stoðum í ræktunarstarfi sauðfjár­ræktarinnar. Dómarnir nýtast við val á ásetningi, söfnun upplýsinga um afkvæmi sæðingastöðvahrúta og við afkvæmaprófanir á hrútum.   Hér verður farið yfir nokkur praktísk atriði varðandi framkvæmdina í haust.
 
Pöntunarfyrirkomulagið er með svipuðu sniði og áður.  Pantað er í gegnum heimasíðu RML (www.rml.is).  Miðað er við að þær pantanir sem berast fyrir 15. ágúst séu forgangspantanir.  Því verður dagskrá haustsins unnin út frá þeim pöntunum sem koma fyrir þennan dag.  Gert er ráð fyrir að skoðunum sé almennt lokið 18. október.  Ef óskir eru um skoðun eftir þann tíma þarf að semja um það sérstaklega við skipuleggjendur á viðkomandi svæðum.  Gjaldtaka fyrir lambadóma fylgir almennri gjaldskrá RML.  Komugjald er 6.500 kr. og tímagjald pr. starfsmann er 8.000 kr/klst, hvorutveggja verð án vsk.
 
Afkvæmarannsóknir
 
Bændur eiga kost á því að fá styrk út á afkvæmarannsóknir til að koma á móts við kostnað við ómmælingar. Kröfur um styrkhæfa afkvæmarannsókn eru þær sömu og á síðasta ári.  Í samanburði þurfa að vera a.m.k. 5 hrútar og þar af að lágmarki 4 veturgamlir (hrútar fæddir 2018). Áætlaður styrkur út á hvern veturgamlan hrút er 5.000 kr. Ómmældu lömbin þurfa öll að vera af sama kyni, að lágmarki 8 afkvæmi undan hverjum hrút. Hver hrútur þarf síðan að eiga a.m.k. 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. Sótt er um styrkinn með því að senda tölvupóst á ee@rml.is og tilkynna að búið sé að ganga frá afkvæmarannsókn í Fjárvís.is.
 
/Eyþór Einarsson og Árni B. Bragason
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...