Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Lagt á borð fyrir neytendur framtíðar
Fréttir 6. júní 2025

Lagt á borð fyrir neytendur framtíðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Íslendingar framleiða sjálfir aðeins hluta þeirrar fæðu sem nýjustu ráðleggingar um mataræði gera ráð fyrir. Því þarf að breyta, segir sérfræðingur.

Árið 2023 voru norrænar ráðleggingar um mataræði uppfærðar . Þær leggja nú meiri áherslu á umhverfismál tengd matnum sem við ættum að borða. Á heildina litið er lögð mikil áhersla á fæðu úr jurtaríkinu á sama tíma og mælst er til þess að fólk neyti helst ekki unninna kjötvara, áfengis og unninna matvæla sem innihalda mikið af viðbættri fitu, salti og sykri.

Kolbrún Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís.

Sérfræðingar hér á Íslandi taka þátt í mótun norrænu ráðlegginganna og nú hafa ráðleggingar fyrir okkur á Íslandi verið uppfærðar og taka að miklu leyti mið af þeim norrænu, sem byggja fyrst og fremst á viðamiklum vísindarannsóknum á tengslum mataræðis á heilsu manna þótt nú séu sjálfbærni og umhverfisáhrif einnig áhersluatriði. Þetta kom fram í erindi Kolbrúnar Sveinsdóttur, verkefnastjóra hjá Matís, á málþingi um framtíð matvælaframleiðslu í maí.

Kolbrún velti fyrir sér hvað hefði helst breyst frá síðustu ráðleggingum um mataræði.

„Við eigum að borða minna af rauðu kjöti (fer úr 500 g að hámarki á viku, niður í 350 g) og mjólk og mjólkurvörum (fer úr 500 ml á dag niður í 350–500 ml). Við eigum hins vegar að borða meira af grænmeti, ávöxtum (úr 2 í 3 skammta á dag), heilkorni (úr minnst x2 á dag í x3) og baunir, ertur og linsur eru nú taldar með próteingjöfum en voru áður inni í 5 skömmtum af ávöxtum og grænmeti. Greinilegt er því að plöntufæði vigtar nú töluvert meira en áður,“ sagði hún.

Væri þetta lagt á borð mætti sjá að plöntufæði er í verulegum meirihluta: Grænmeti, ávextir og ber á helmingi disksins, heilkornavörur og kartöflur á fjórðungi hans, og fiskur, baunir og kjöt á fjórðungi. Helsti munurinn á íslensku ráðleggingunum og þeim norrænu sé fólginn í að Íslendingar eigi að taka D-vítamín alla daga því sólin er sjaldnast hátt á lofti. Spurningin væri hins vegar hvort þjóðin væri tilbúin í þetta.

Ýmis ráðlögð matvæli ekki framleidd innanlands

„Í könnun á mataræði Íslendinga á árunum 2019–2021 kom í ljós að fáir fylgdu ráðleggingunum frá 2014 um m.a. nóg af grænmeti og ávöxtum (2%), nóg af heilkornavörum (27%), nóg af fiski og sjávarfangi (34%) en 60% borðuðu of mikið af rauðu kjöti m.v. ráðleggingar,“ útskýrði Kolbrún. Ástæður þess að ráðleggingum var ekki fylgt gætu verið snúnar og jafnvel enn snúnara að bregðast við þeim. „Vissi fólk almennt af ráðleggingunum? Sýnileiki þeirra hefur sjálfsagt drukknað í upplýsingamagni og upplýsingaóreiðu á fréttaveitum og samfélagsmiðlum. Sýnileiki æskilegra matvæla hefur líklegast bliknað hjá auglýsingum um óæskileg matvæli og drykki sem ofgnótt er af. Sömuleiðis er spurning um aðgengi að hollum kosti, og ekki endilega bara í matvöruverslunum,“ sagði hún.

Kolbrún benti á að innanlands væru ekki framleidd öll þau matvæli sem uppfylli ráðleggingar um mataræði. „Við framleiðum samt ýmislegt nytsamlegt til næringar, svo sem fisk, mjólkurvörur, korn, kjöt og grænmeti (fiskveiðar og fiskeldi, mjólk og mjólkurvörur, egg, korn, bygg, hafrar, alifuglakjöt, lamb, svín, naut, hross, grænmeti úr gróðurhúsum og útiræktun) og við þurfum að tryggja að við getum gert það áfram. Alþjóðlegt ástand er núna afar viðkvæmt, einnig þegar litið er til hlýnunar jarðar, sem getur skapað fjölda áskorana en einnig tækifæri sem við verðum að vera tilbúin að höndla,“ sagði hún.

Auka verður innlenda framleiðslu

Það sem Íslendingar framleiddu dygði þó ekki til. „Við erum nánast sjálfbær um dýraafurðir þótt líklega sé meira flutt inn núna en fyrir fáum árum. Önnur framleiðsla er af mjög skornum skammti. Þó að grænmeti sé yfir 40% innlend framleiðsla m.v. tölur frá 2019 þá eru kartöflur inni í þeirri tölu líka, svo líklegast er talan nokkru lægri ef kartöflur eru undanskildar. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða til framtíðar, hvort sem það er aukin áhersla á baunir, korn eða grænmeti. Á sama tíma og t.d. raforkuverð til grænmetisframleiðenda er í hæstu hæðum.

Við verðum að hlúa að auðlindum okkar og átta okkur á möguleikunum sem þær búa yfir og nýta þær á sjálfbæran hátt. Þetta þýðir ábyrgð okkar allra, ekki bara neytenda. Stjórnvöld, iðnaður og smásalar verða að vinna saman og við þá vinnu geta rannsóknir stutt. Við þurfum að vanda okkur til að geta lagt á borð fyrir neytendur framtíðar, fyrir fæðuöryggi og heilnæm matvæli,“ sagði Kolbrún enn fremur.

Skylt efni: Matís

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f