Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Læknirinn í eldhúsinu kennir pylsugerð
Matarkrókurinn 25. október 2013

Læknirinn í eldhúsinu kennir pylsugerð

Það var ekki fyrr en ég fór að gera mínar eigin pylsur að ég lærði að meta þær almennilega. Og pylsugerð er stórskemmtileg. Það hefur æxlast svo að sonur minn, Vilhjálmur Bjarki, er mér ávallt innan handar við pylsugerðina. Það þarf að nálgast gott hráefni til að gera góðar pylsur og það er ennþá mikilvægara að þær innihaldi nægjanlegt magn fitu. Oft er talað um að pylsur þurfi að innihalda 30% fitu eigi þær ekki
verða þurrar og óspennandi. Pylsugerð krefst sérútbúnaðar. Þú þarft að eiga kjötkvörn og
hólk til að þræða garnirnar upp á. Það fást sérstakar viðbætur við margar gerðir matvinnsluvéla fyrir pylsugerðina og þá verður vinnslan leikur einn. Svo þarf auðvitað að nálgast garnir – þær er t.d. hægt að fá hjá Kjöthöllinni.

Heimagerðar Chorizo-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 g sinnepsduft
› 6 hvítlausrif
› 1 tsk. kóríander
› 2 msk. sætt paprikuduft
› 2 msk. reykt paprikuduft
› 1 msk. sterkt paprikuduft
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum,
múskatinu, sinnepsduftinu, ferskum smátt söxuðum hvítlauk, kóríander og öllu paprikuduftinu og hnoðið vel.
Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni.
Troðið í garnir og snúið í lykkjur.
 
Heimagerðar Bratwurst-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 g sinnepsduft
› garnir
 
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum, múskatinu og sinnepsduftinu og hnoðið vel. Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni. Troðið í garnir og snúið í lykkjur.
 
Cumberland-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 tsk. hvítlauksduft
› 2 g sinnepsduft
› 2 msk. smátt söxuð salvía
› 2 msk. smátt söxuð steinselja
 
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum,
múskatinu, sinnepsduftinu, hvítlauksduftinu, salvíunni og steinseljunni og hnoðið vel saman. Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni. Troðið í garnir og snúið í lykkjur. Berið fram með smjörsteiktu fennel og einfaldri soðsósu.

 

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...