Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Læknirinn í eldhúsinu kennir pylsugerð
Matarkrókurinn 25. október 2013

Læknirinn í eldhúsinu kennir pylsugerð

Það var ekki fyrr en ég fór að gera mínar eigin pylsur að ég lærði að meta þær almennilega. Og pylsugerð er stórskemmtileg. Það hefur æxlast svo að sonur minn, Vilhjálmur Bjarki, er mér ávallt innan handar við pylsugerðina. Það þarf að nálgast gott hráefni til að gera góðar pylsur og það er ennþá mikilvægara að þær innihaldi nægjanlegt magn fitu. Oft er talað um að pylsur þurfi að innihalda 30% fitu eigi þær ekki
verða þurrar og óspennandi. Pylsugerð krefst sérútbúnaðar. Þú þarft að eiga kjötkvörn og
hólk til að þræða garnirnar upp á. Það fást sérstakar viðbætur við margar gerðir matvinnsluvéla fyrir pylsugerðina og þá verður vinnslan leikur einn. Svo þarf auðvitað að nálgast garnir – þær er t.d. hægt að fá hjá Kjöthöllinni.

Heimagerðar Chorizo-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 g sinnepsduft
› 6 hvítlausrif
› 1 tsk. kóríander
› 2 msk. sætt paprikuduft
› 2 msk. reykt paprikuduft
› 1 msk. sterkt paprikuduft
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum,
múskatinu, sinnepsduftinu, ferskum smátt söxuðum hvítlauk, kóríander og öllu paprikuduftinu og hnoðið vel.
Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni.
Troðið í garnir og snúið í lykkjur.
 
Heimagerðar Bratwurst-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 g sinnepsduft
› garnir
 
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum, múskatinu og sinnepsduftinu og hnoðið vel. Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni. Troðið í garnir og snúið í lykkjur.
 
Cumberland-pylsur
› 1 kg grísahnakki
› 150 g hakkað spekk (hrein grísafita)
› 15 g salt
› 10 g pipar
› 3 g múskat
› 2 tsk. hvítlauksduft
› 2 g sinnepsduft
› 2 msk. smátt söxuð salvía
› 2 msk. smátt söxuð steinselja
 
Hakkið grísahnakkann niður í skál, bætið við hökkuðu spekkinu og blandið saman. Bætið við saltinu, piparnum,
múskatinu, sinnepsduftinu, hvítlauksduftinu, salvíunni og steinseljunni og hnoðið vel saman. Steikið smábita á pönnu til bragðprófunar. Ef deigið er þurrt mætti íhuga að bæta við 100-150 ml af köldu vatni. Troðið í garnir og snúið í lykkjur. Berið fram með smjörsteiktu fennel og einfaldri soðsósu.

 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...