Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Af 665 dýra hreindýraveiðikvóta veiddust í haust 664 dýr. Þessi kýr var felld á Fellaheiði.
Mynd / sá
Af 665 dýra hreindýraveiðikvóta veiddust í haust 664 dýr. Þessi kýr var felld á Fellaheiði. Mynd / sá
Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir
Fréttir 29. september 2025

Kvótinn fullnýttur þetta haustið

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hreindýraveiðitímabilinu er lokið. Veiða mátti 665 hreindýr í ár, 400 tveggja vetra og eldri tarfa og 265 kýr.

Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur á Stjórnunar- og verndarsviði Náttúruverndarstofnunar, segir að veiðar hafi gengið vel á tímabilinu. „Veður var með eindæmum gott til 20. ágúst en eftir það til loka veiðitímans 20. september skiptust á skin og skúrir. Þá var þokusælt á mörgum svæðum og miklar rigningar. Dýrin voru undantekningarlítið vel á sig komin og væn,“ segir hann.

Tuttugu dýr í nóvemberveiði

Náðist að fella öll dýr sem fella átti nú í haust utan eins kýrleyfis á veiðisvæði 7, sá veiðimaður skilaði sér ekki til veiða né skilaði inn sínu leyfi til endurúthlutunar.  Að sögn Jóhanns voru 20 leyfi fyrir kýr sem veiða má á veiðisvæði 9  á Mýrum og Suðursveit gefin út sem nóvemberleyfi og þau ber að veiða á tímabilinu frá 1. til 20 . nóvember.

„Nýútskrifaðir leiðsögumenn fóru nokkrar veiðiferðir með sína veiðimenn á þessu tímabili og gekk þeim yfirleitt vel,“ segir Jóhann enn fremur.

Varfærni í veiðikvóta

Náttúrustofa Austurlands lagði til að veiðikvóti ársins 2025 væri 665 hreindýr; 265 kýr og 400 tarfar sem var 131 dýri færra en í fyrra. Skv. ársskýrslu NA frá í fyrra var miðað við að fjöldi dýra fyrir burð 2025 yrði um 3.300 dýr og veiðiálag yrði lágt, eða um 20%, vegna óvissu um breytingu á útbreiðslu dýra, skekktra kynjahlutfalla og nýliðunarbrests á ákveðnum svæðum. Ef miðað hefði verið við forsendur fyrri ára um 25-27% veiðiálag hefði kvótinn átt að vera 825 dýr. Eins og fyrr var lagt til að kálfar og veturgamlir tarfar yrðu friðaðir. Varfærni í tillögum um kvóta ársins kom m.a. til vegna þeirrar óvissu sem að skapast hefur um fjölda dýra og breytta hagagöngu undanfarin ár.

Skylt efni: hreindýraveiðar | fréttir

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...