Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kindurnar á Halldórsstöðum í Eyjafjarðarsveit urðu að sætta sig við snjókomu og alhvíta jörð um síðustu helgi. Þær kvörtuðu þó ekki enda vel hugsað um að gefa þeim heytuggu þar sem litla beit var að hafa.
Kindurnar á Halldórsstöðum í Eyjafjarðarsveit urðu að sætta sig við snjókomu og alhvíta jörð um síðustu helgi. Þær kvörtuðu þó ekki enda vel hugsað um að gefa þeim heytuggu þar sem litla beit var að hafa.
Mynd / Bjarney Guðbjörnsdóttir
Fréttir 12. maí 2021

Kuldatíð setur mark sitt á sauðburðinn norðan heiða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sauðburður er víðast hvar kominn í gang og gengur eftir atvikum vel, að því er Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir. Mikil kuldatíð hefur sett mark sitt á liðna daga norðan heiða og ekki útlit fyrir miklar breytingar þar á samkvæmt langtímaveðurspám.  

„Þetta er óþægilegt og krefst meiri vinnu af bændum þegar tíðin er ekki sérlega heppileg til að setja út lambfé. Það sem bjargar hér um slóðir er að vindur er ekki mikill og lítil bleyta, en það er skítakuldi og engin beit. Það sprettur ekki neitt. Enn þá er þetta þó engin skelfing,“ segir Sigurgeir.

Óvenjumikið verið að miðla heyi  á milli bæja 

Hann segir að kal hafi verið nokk­uð umfangs­mikið hér og hvar í Eyjafirði í fyrravor og uppskera af þeim sökum verið fremur slök á þeim bæjum þar sem kal var mest. Vitað væri að einhverjir bændur væru orðnir tæpir en aðrir væru aflögufærir með hey.

„Það hefur verið óvenjumikið um það nú í vor að bændur eru að miðla heyi sín á milli,“ segir Sigurgeir.

Kuldaleg vor eru ekki ný af nálinni, upp á þau er boðið reglulega í tímans rás, „en þau hafa alltaf ákveðna erfiðleika í för með sér og eins veldur tíðarfar af þessu tagi meiri kostnaði fyrir bændur sem þurfa þá að gefa meira kjarnfóður, svo dæmi sé tekið,“ segir hann. 

Vonast alltaf eftir snjólausum maí 

„Maður vonast alltaf eftir snjólausum maí, en það er ekki á allt kosið,“ segir Bjarney Guðbjörnsdóttir, bóndi á Halldórsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar er stórt sauðfjárbú, um 730 fullorðnar kindur og er sauðburður í fullum gangi. Fé er hleypt út jöfnum höndum svo ekki þrengist um of í húsunum.

Ábúendur á Halldórsstöðum hoppuðu ekki beint hæð sína í loft upp þegar þeir voru að drekka miðdegiskaffið á sunnudaginn var, það var byrjað að snjóa.   

„Það er auðvitað alveg bölvanlegt,“ segir Bjarney. Töluverður snjór var yfir öllu fremst í Eyjafirði en á mánudag var hitinn að þokast upp og líklegt að snjó tæki fljótlega upp.

Bjarney segir að snjórinn hafi náð lömbum upp að hnjám og þau minnstu verið vel á kafi þegar veðrið var hvað leiðinlegast, en þau gátu komist í gott skjól. 

„Við vonum að þau þoli þetta, en það er alltaf leiðinlegt þegar snjóar í miðjum sauðburði,“ segir hún.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...