Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúabændurnir Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöll­um í Aðaldal hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk 24 sinnum.
Kúabændurnir Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöll­um í Aðaldal hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk 24 sinnum.
Mynd / 641.is
Fréttir 27. apríl 2016

Kúabændur á Búvöllum í Aðaldal marg­verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kúabændurnir Hulda Kristjáns­dóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðs­son á Búvöllum í Aðaldal fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk á deildarfundi MS sem haldinn var í Sveinbjarnargerði nú nýlega ásamt 26 öðrum kúabændum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.
 
Hulda og Sveinbjörn hafa framleitt úrvalsmjólk síðastliðin 24 ár að einu undanskildu, að því er fram kemur á vefnum 641.is. 
 
Mest verðlaunaða búið á svæðinu 
 
Ekkert annað kúabú í Þingeyjarsýslu eða Eyjafirði hefur fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk svona oft þannig að um er að ræða met í Norðausturdeild og jafnvel Íslandsmet þó ekki hafi það fengist staðfest. Á Búvöllum í Aðaldal eru um 40 mjólkandi kýr. 
 
Hulda og Sveinbjörn fengu fyrst verðlaun fyrir úrvalsmjólk árið 1992 en þá lögðu þau mjólk inn hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga. MSKÞ byrjaði að verðlauna þingeyska kúabændur fyrir úrvalsmjólk fyrst árið 1989 og Mjólkursamlag KEA á Akureyri hóf sams konar verðlaunaveitingar árið 1991. Kröfur til úrvalsmjólkur voru svipaðar á báðum stöðum á þeim tíma. 
 
Samlögin sameinuð um aldamótin
 
Mjólkursamlögin voru sameinuð um aldamót í félagið Norðurmjólk á Akureyri og þá teknar upp sömu kröfur til úrvalsmjólkur og giltu á landinu öllu. Þær voru svo hertar og teknar upp aukagreiðslur til þeirra sem framleiddu úrvalsmjólk. Bændum sem halda sig innan þeirra marka sem kröfur gera til úrvalsmjólkur hefur fækkað eftir að reglur voru hertar.
 
Hátt hlutfall úrvalsbænda
 
Hlutfall kúabænda sem fengið hafa verðlaun fyrir úrvalsmjólk hefur alltaf verið mjög hátt í Norðausturdeild og þá sérstaklega í Þingeyjarsýslu að því er fram kemur á vefnum. Eitt árið voru verðlaunahafar yfir 70 talsins í deildinni. Margir framleiðendur sem fengu verðlaunin ár eftir ár hafa hætt framleiðslu, m.a. vegna aldurs.
 
Tvö önnur kúabú í Norðaustur­deild eru ekki langt á eftir þeim Huldu og Sveinbirni í samanlögðum árafjölda varðandi úrvalsmjólk, en Engihlíð í Þingeyjarsveit og Klauf í Eyjafjarðarsveit hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk í um 20 ár. 

Skylt efni: úrvalsmjólk | Búvellir

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Hundrað hesta setningarathöfn
12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn