Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kúabændurnir Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöll­um í Aðaldal hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk 24 sinnum.
Kúabændurnir Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöll­um í Aðaldal hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk 24 sinnum.
Mynd / 641.is
Fréttir 27. apríl 2016

Kúabændur á Búvöllum í Aðaldal marg­verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kúabændurnir Hulda Kristjáns­dóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðs­son á Búvöllum í Aðaldal fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk á deildarfundi MS sem haldinn var í Sveinbjarnargerði nú nýlega ásamt 26 öðrum kúabændum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.
 
Hulda og Sveinbjörn hafa framleitt úrvalsmjólk síðastliðin 24 ár að einu undanskildu, að því er fram kemur á vefnum 641.is. 
 
Mest verðlaunaða búið á svæðinu 
 
Ekkert annað kúabú í Þingeyjarsýslu eða Eyjafirði hefur fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk svona oft þannig að um er að ræða met í Norðausturdeild og jafnvel Íslandsmet þó ekki hafi það fengist staðfest. Á Búvöllum í Aðaldal eru um 40 mjólkandi kýr. 
 
Hulda og Sveinbjörn fengu fyrst verðlaun fyrir úrvalsmjólk árið 1992 en þá lögðu þau mjólk inn hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga. MSKÞ byrjaði að verðlauna þingeyska kúabændur fyrir úrvalsmjólk fyrst árið 1989 og Mjólkursamlag KEA á Akureyri hóf sams konar verðlaunaveitingar árið 1991. Kröfur til úrvalsmjólkur voru svipaðar á báðum stöðum á þeim tíma. 
 
Samlögin sameinuð um aldamótin
 
Mjólkursamlögin voru sameinuð um aldamót í félagið Norðurmjólk á Akureyri og þá teknar upp sömu kröfur til úrvalsmjólkur og giltu á landinu öllu. Þær voru svo hertar og teknar upp aukagreiðslur til þeirra sem framleiddu úrvalsmjólk. Bændum sem halda sig innan þeirra marka sem kröfur gera til úrvalsmjólkur hefur fækkað eftir að reglur voru hertar.
 
Hátt hlutfall úrvalsbænda
 
Hlutfall kúabænda sem fengið hafa verðlaun fyrir úrvalsmjólk hefur alltaf verið mjög hátt í Norðausturdeild og þá sérstaklega í Þingeyjarsýslu að því er fram kemur á vefnum. Eitt árið voru verðlaunahafar yfir 70 talsins í deildinni. Margir framleiðendur sem fengu verðlaunin ár eftir ár hafa hætt framleiðslu, m.a. vegna aldurs.
 
Tvö önnur kúabú í Norðaustur­deild eru ekki langt á eftir þeim Huldu og Sveinbirni í samanlögðum árafjölda varðandi úrvalsmjólk, en Engihlíð í Þingeyjarsveit og Klauf í Eyjafjarðarsveit hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk í um 20 ár. 

Skylt efni: úrvalsmjólk | Búvellir

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...