Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúabændurnir Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöll­um í Aðaldal hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk 24 sinnum.
Kúabændurnir Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöll­um í Aðaldal hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk 24 sinnum.
Mynd / 641.is
Fréttir 27. apríl 2016

Kúabændur á Búvöllum í Aðaldal marg­verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kúabændurnir Hulda Kristjáns­dóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðs­son á Búvöllum í Aðaldal fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk á deildarfundi MS sem haldinn var í Sveinbjarnargerði nú nýlega ásamt 26 öðrum kúabændum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu.
 
Hulda og Sveinbjörn hafa framleitt úrvalsmjólk síðastliðin 24 ár að einu undanskildu, að því er fram kemur á vefnum 641.is. 
 
Mest verðlaunaða búið á svæðinu 
 
Ekkert annað kúabú í Þingeyjarsýslu eða Eyjafirði hefur fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk svona oft þannig að um er að ræða met í Norðausturdeild og jafnvel Íslandsmet þó ekki hafi það fengist staðfest. Á Búvöllum í Aðaldal eru um 40 mjólkandi kýr. 
 
Hulda og Sveinbjörn fengu fyrst verðlaun fyrir úrvalsmjólk árið 1992 en þá lögðu þau mjólk inn hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga. MSKÞ byrjaði að verðlauna þingeyska kúabændur fyrir úrvalsmjólk fyrst árið 1989 og Mjólkursamlag KEA á Akureyri hóf sams konar verðlaunaveitingar árið 1991. Kröfur til úrvalsmjólkur voru svipaðar á báðum stöðum á þeim tíma. 
 
Samlögin sameinuð um aldamótin
 
Mjólkursamlögin voru sameinuð um aldamót í félagið Norðurmjólk á Akureyri og þá teknar upp sömu kröfur til úrvalsmjólkur og giltu á landinu öllu. Þær voru svo hertar og teknar upp aukagreiðslur til þeirra sem framleiddu úrvalsmjólk. Bændum sem halda sig innan þeirra marka sem kröfur gera til úrvalsmjólkur hefur fækkað eftir að reglur voru hertar.
 
Hátt hlutfall úrvalsbænda
 
Hlutfall kúabænda sem fengið hafa verðlaun fyrir úrvalsmjólk hefur alltaf verið mjög hátt í Norðausturdeild og þá sérstaklega í Þingeyjarsýslu að því er fram kemur á vefnum. Eitt árið voru verðlaunahafar yfir 70 talsins í deildinni. Margir framleiðendur sem fengu verðlaunin ár eftir ár hafa hætt framleiðslu, m.a. vegna aldurs.
 
Tvö önnur kúabú í Norðaustur­deild eru ekki langt á eftir þeim Huldu og Sveinbirni í samanlögðum árafjölda varðandi úrvalsmjólk, en Engihlíð í Þingeyjarsveit og Klauf í Eyjafjarðarsveit hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk í um 20 ár. 

Skylt efni: úrvalsmjólk | Búvellir

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara