Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Krýsi er tegund sem á sér ævaforna ræktunarsögu. Hún hefur verið ræktuð til skrauts að minnsta kosti síðan á tíma Konfúsíusar í Kína og trúlega mun lengur.
Krýsi er tegund sem á sér ævaforna ræktunarsögu. Hún hefur verið ræktuð til skrauts að minnsta kosti síðan á tíma Konfúsíusar í Kína og trúlega mun lengur.
Fréttir 20. september 2021

Krýsi - tryggðablóm - prestafífill

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Krýsi er skrýtið orð en það hefur náð að festa sig nokkuð vel í sessi í málinu. Það er myndað af latnesku heiti einnar ættkvíslar körfublómaættarinnar, Chrysanthemum, sem er dregið af forngríska heitinu chrysos (gull) og anthemon sem þýðir gullblóm. 

Eldra íslenskt heiti yfir tegundina er tryggðablóm eða krýsantema, jafnvel prestafífill. Við þekkjum margar tegundir skyldar krýsa úr görðum okkar og náttúru en varla kemst nokkur þeirra nærri hinum ræktaða krýsa að blómfegurð.
Latneskt heiti tegundarinnar hefur lengst af verið Dendranthema x grandiflorum.

Krýsi er tegund sem á sér ævaforna ræktunarsögu. Hún hefur verið ræktuð til skrauts að minnsta kosti síðan á tíma Konfúsíusar í Kína og trúlega mun lengur. Japanir eru frægir fyrir kynbætur sínar og aðdáun á krýsa enda hafa þeir ræktað hann í þúsund ár og þeir hafa gert hann að þjóðarblómi Japans. Þar er krýsi bæði ræktaður sem garðplanta og afskorið blóm. Í Evrópu hefur tegundin verið þekkt sem skrautjurt í görðum a.m.k. frá 17. öld. Snemma á 19. öld fóru evrópskir blómaáhugamenn að kynbæta krýsa, með ágætum árangri. Nú er krýsi í 6. sæti yfir vinsælustu afskornu blómin í heiminum.

Nær hundrað ár í ræktun á Íslandi

Íslenskir garðyrkjubændur hafa ræktað tegundina í gróðurhúsum sínum í næstum því hundrað ár og alltaf heldur hún vinsældum sínum. Fjöldi afbrigða eru í ræktun, algengust eru svo kölluð „Spray“-afbrigði sem geta myndað fjöldamargar blómgreinar á sama blómstöngli og litaúrvalið er mikið. Einnig eru vinsæl „Standard“ afbrigði sem eru venjulega látin mynda eitt stórt blóm á hverri grein. Gaman er að nota í blómvendi og skreytingar yrki sem hafa óvenjulega blómlögun, eru til dæmis kúlulaga eða hafa löng, þráðlaga smáblóm í körfunni.

Krýsi er skammdegisplanta

Tegundin kýs við náttúrulegar aðstæður að blómstra þegar dag tekur að stytta og hefur því verið vinsælt haustblóm. Algengt var að garðyrkjubændur ræktuðu krýsa í gróðurhúsum sínum frá því snemma vors og fram eftir hausti. árið Til að ná fram blómmyndun á réttum tíma þarf ræktandinn að stýra blómþroskanum með daglengdarstjórnun. Græðlingar eru settir í beð í gróðurhúsi og haldið í örum vexti við góð birtuskilyrði þar til plönturnar hafa náð hæfilegum þroska.

Þá tekur við tímabil í ræktuninni þar sem plönturnar eru myrkvaðar hluta úr sólarhring. Oft er miðað við að sjá til þess að birtutíminn sé ekki meiri en 10-11 klukkustundir á sólarhring, til að koma blómmyndun af stað. Alls getur myrkvunartíminn verið um 2 mánuðir. Myrkvun er ýmist framkvæmd á þann hátt að ljósþéttur dúkur er dreginn yfir beðin kvölds og morgna eða þá að notaður er sjálfvirkur búnaður til að myrkva heil gróðurhús eða ræktunarklefa. Með vaxtarlýsingu er vel hægt að rækta krýsa allt árið.

Myrkvun skrautplantna er vel þekkt til að kalla fram blómmyndun. Til dæmis eru jólastjörnur meðhöndlaðar á svipaðan hátt til að stýra því hvenær þær fá sinn fallega lit. Það sama á við um nóvember- eða jólakaktus, hann þarf stuttan dag til að blómin njóti sín sem best. Að loknu myrkvunartímabilinu er stutt í að plönturnar taki að blómstra.

Fjölgað með græðlingum

Græðlingar eru notaðir til að fjölga krýsa. Þeir eru ræktaðir hjá garðyrkjubændum af sérstökum móðurplöntum sem þarf að meðhöndla á allt annan hátt en þær greinar sem eiga að mynda blóm. Því er algengara að ræktendur, bæði hér á landi og í Evrópu, notist við græðlinga sem framleiddir eru nær miðbaug, td. í Afríkulöndum og fluttir hingað með flugi. Ella myndi ræktunin verða óþarflega tafsöm og þannig má halda ræktunarkostnaði og útsöluverði niðri.

Íslensk framleiðsla allt árið

Framleiðendur geta með daglengdarstjórnun og annarri ræktunartækni stýrt framleiðslunni mjög nákvæmlega svo bjóða megi ferskan og fallegan afskorinn krýsa allt árið. Eftir skurð og með réttri meðhöndlun í heimahúsum er hægt að njóta þeirra afskorinna í 2-3 vikur. Langstærstur hluti krýsa á markaði hér á landi er ræktaður í íslenskum gróðurhúsum.

Skylt efni: Körfublóm | Krýsi

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...