Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Minna fé er veitt innan Evrópusambandsins til verndunar hryggleysingja en hryggdýra.
Minna fé er veitt innan Evrópusambandsins til verndunar hryggleysingja en hryggdýra.
Fréttir 28. desember 2020

Krúttlegu dýrin fá mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samanburður á fjár­magni til dýraverndunar í löndum innan Evrópu­sambandsins sýnir að framlög til verndunar á hryggleysingjum er mun lægra en til hryggdýra og að hæstu framlögin fara til krúttlegra spendýra og til verndunar á fuglum.


Í samanburðinum kemur fram að framlög til vernd­unar á hryggdýrum eru um það bil 500 sinnum hærri en til hryggleysingja. Ákveðnar dýrategundir sem njóta vinsælda og eru vinsæl í kvikmyndum og náttúrulífsmyndum og þykja sæt, eins og birnir, úlfar, sumar tegundir fugla og kattardýr, njóta góðs af vinsældunum og meira fé er veitt til verndunar hverrar tegundar fyrir sig en allra hryggleysingja samanlagt.

„Ljót dýr“ fá lægri styrki

Hryggleysingjar, eins og kóngulær, bjöllur og krabbadýr, sem eru ekki síður mikilvæg vistkerfinu en njóta ekki almennrar hylli, hafa einfaldlega orðið undir í baráttunni um styrki Evrópusambandsins til náttúruverndar.
Í greinargerð vegna saman­burðarins segir að staða dýrategunda og hversu líklegt sé að hún sé í útrýmingarhættu virðist ekki hafa teljandi áhrif á hversu miklu fé er veitt til verndunar hennar. Það sem meira máli skiptir er hversu sýnilegt dýrið er og hversu þekkt það er. Ekki er nóg með að fjárveitingar til verndunar hryggleysingja sé mun lægra því þeir og ekki síst skordýr eru í allt að átta sinnum meiri útrýmingarhættu en fuglar, spendýr og eðlur.

Líffræðileg fjölbreytni

Samantektin tengist vinnu vegna nýrrar áætlunar Evrópusambandsins um verndun líffræðilegrar fjölbreytni og að stefnt sé að því að árið 2030 verði um 30% lands í Evrópu náttúrulegt friðland.
Í grófum dráttum hefur tekist vel með verndun fjölda stórra spendýra og ýmissa fuglategunda en minna hefur verið gert í því að vernda minni og lítt áberandi dýr. Ekki vegna þess að slíkt sé ekki nauðsynlegt heldur frekar vegna þess á þau þykja ekki nógu „sexí“.

Skylt efni: News

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...