Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Minna fé er veitt innan Evrópusambandsins til verndunar hryggleysingja en hryggdýra.
Minna fé er veitt innan Evrópusambandsins til verndunar hryggleysingja en hryggdýra.
Fréttir 28. desember 2020

Krúttlegu dýrin fá mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samanburður á fjár­magni til dýraverndunar í löndum innan Evrópu­sambandsins sýnir að framlög til verndunar á hryggleysingjum er mun lægra en til hryggdýra og að hæstu framlögin fara til krúttlegra spendýra og til verndunar á fuglum.


Í samanburðinum kemur fram að framlög til vernd­unar á hryggdýrum eru um það bil 500 sinnum hærri en til hryggleysingja. Ákveðnar dýrategundir sem njóta vinsælda og eru vinsæl í kvikmyndum og náttúrulífsmyndum og þykja sæt, eins og birnir, úlfar, sumar tegundir fugla og kattardýr, njóta góðs af vinsældunum og meira fé er veitt til verndunar hverrar tegundar fyrir sig en allra hryggleysingja samanlagt.

„Ljót dýr“ fá lægri styrki

Hryggleysingjar, eins og kóngulær, bjöllur og krabbadýr, sem eru ekki síður mikilvæg vistkerfinu en njóta ekki almennrar hylli, hafa einfaldlega orðið undir í baráttunni um styrki Evrópusambandsins til náttúruverndar.
Í greinargerð vegna saman­burðarins segir að staða dýrategunda og hversu líklegt sé að hún sé í útrýmingarhættu virðist ekki hafa teljandi áhrif á hversu miklu fé er veitt til verndunar hennar. Það sem meira máli skiptir er hversu sýnilegt dýrið er og hversu þekkt það er. Ekki er nóg með að fjárveitingar til verndunar hryggleysingja sé mun lægra því þeir og ekki síst skordýr eru í allt að átta sinnum meiri útrýmingarhættu en fuglar, spendýr og eðlur.

Líffræðileg fjölbreytni

Samantektin tengist vinnu vegna nýrrar áætlunar Evrópusambandsins um verndun líffræðilegrar fjölbreytni og að stefnt sé að því að árið 2030 verði um 30% lands í Evrópu náttúrulegt friðland.
Í grófum dráttum hefur tekist vel með verndun fjölda stórra spendýra og ýmissa fuglategunda en minna hefur verið gert í því að vernda minni og lítt áberandi dýr. Ekki vegna þess að slíkt sé ekki nauðsynlegt heldur frekar vegna þess á þau þykja ekki nógu „sexí“.

Skylt efni: News

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...