Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kosið verði um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í lok mars
Fréttir 7. febrúar 2022

Kosið verði um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í lok mars

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samstarfsnefnd um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðs­hrepps leggur til að íbúar þessara tveggja sveitarfélaga fái tækifæri til að kjósa um sameiningu þeirra 26. mars næstkomandi. Sveitarstjórnir þeirra beggja samþykktu í des­ember á liðnu ári að stofna samstarfsnefnd um samein­ing­una.

Formaður hennar er Þorsteinn Ægir Egilsson og Sigurður Þór Guðmundsson varaformaður. Fram hafa farið opnir samráðsfundir við íbúa.

Sveitarfélögin hafa átt í farsælu samstarfi um langa hríð og er það mat nefndarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu að sameining geti skapað tækifæri til skilvirkari stjórnsýslu og þjónustu auk þess sem tækifæri sé til frekari atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Sterkur fjárhagur

Vísbendingar séu um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingargeta meiri en hjá hvoru sveitarfélagi um sig, ekki síst með um 548 milljón króna áætluðu sameiningarframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Samstarfsnefndin leggur til að í stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags verði nefnd sem fjalli sérstaklega um hagsmuni dreifbýlisins og landbúnaðarmál. Á þann hátt verði komið til móts við áhyggjur íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanatöku.

Haldið utan um jarðeignir

Samstarfsnefnd tekur undir ábendingar íbúa um að nauðsynlegt sé að halda sérstaklega utan um jarðeignir sveitarfélaganna og nýta tekjur af þeim til að skapa tækifæri til styrkingar mannlífs, byggðar og atvinnutækifæra. Nefndin leggur til að stofnaður verði sérstakur sjóður í þeim tilgangi og hefur unnið tillögu að samþykktum fyrir slíkan sjóð.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...