Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kosið verði um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í lok mars
Fréttir 7. febrúar 2022

Kosið verði um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í lok mars

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samstarfsnefnd um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðs­hrepps leggur til að íbúar þessara tveggja sveitarfélaga fái tækifæri til að kjósa um sameiningu þeirra 26. mars næstkomandi. Sveitarstjórnir þeirra beggja samþykktu í des­ember á liðnu ári að stofna samstarfsnefnd um samein­ing­una.

Formaður hennar er Þorsteinn Ægir Egilsson og Sigurður Þór Guðmundsson varaformaður. Fram hafa farið opnir samráðsfundir við íbúa.

Sveitarfélögin hafa átt í farsælu samstarfi um langa hríð og er það mat nefndarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu að sameining geti skapað tækifæri til skilvirkari stjórnsýslu og þjónustu auk þess sem tækifæri sé til frekari atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Sterkur fjárhagur

Vísbendingar séu um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingargeta meiri en hjá hvoru sveitarfélagi um sig, ekki síst með um 548 milljón króna áætluðu sameiningarframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Samstarfsnefndin leggur til að í stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags verði nefnd sem fjalli sérstaklega um hagsmuni dreifbýlisins og landbúnaðarmál. Á þann hátt verði komið til móts við áhyggjur íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanatöku.

Haldið utan um jarðeignir

Samstarfsnefnd tekur undir ábendingar íbúa um að nauðsynlegt sé að halda sérstaklega utan um jarðeignir sveitarfélaganna og nýta tekjur af þeim til að skapa tækifæri til styrkingar mannlífs, byggðar og atvinnutækifæra. Nefndin leggur til að stofnaður verði sérstakur sjóður í þeim tilgangi og hefur unnið tillögu að samþykktum fyrir slíkan sjóð.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...