Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ingvar Sigurðsson sölumaður og Jón Valur Jónsson, framkvæmda­stjóri Vallarbrautar.
Ingvar Sigurðsson sölumaður og Jón Valur Jónsson, framkvæmda­stjóri Vallarbrautar.
Mynd / HKr.
Fréttir 20. nóvember 2017

Komið með umboð fyrir tyrknesku dráttarvélarnar Hattat

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fyrirtækið Vallarnaut, sem flutt hefur inn Solis dráttarvélar frá Indlandi, hefur nú fengið örlitla nafnbreytingu og heitir Vallarbraut. Eru eigendur að hætta nautaeldi sem þeir hafa stundað um árabil og eru búnir að taka að sér umboð fyrir tyrknesku dráttarvélarnar Hattat. 
 
Nafnbreytingin er að sögn Jóns Vals Jónssonar framkvæmdastjóra einungis til komin vegna breyttrar áherslu í rekstri þar sem hætt verður með nautaeldið en kennitalan verður sú sama og hingað til. Þá þurfi síður að útskýra nafnið fyrir viðskiptavinum, en meginstarfsemin er nú í kringum sölu á dráttarvélum og ýmiss konar tækjum fyrir landbúnað og verktaka. 
 
Meiri breidd fæst með Hattat
 
Ingvar Sigurðsson sölumaður segir að salan á Solis vélunum frá Indlandi hafi gengið mjög vel og mikil aukning hafi verið í sölu. Með umboði fyrir Hattat dráttarvélarnar frá Tyrklandi verði breiddin þó meiri auk þess sem Hattat vélarnar séu enn einfaldari og lausar við allan tölvubúnað og stýringar sem oft vilja bila. 
 
„Við vorum á Hvolsvelli á viðburðinum Hey bóndi fyrir skömmu. Þar kynntum við 102 hestafla Hattat vél sem fékk góðar viðtökur. Eins og Solis vélarnar eru Hattat ódýrar, en með þeim komust við upp fyrir 90 hestafla stærðina. Ég myndi segja að gæðastaðallinn sé mjög svipaður í þessum vélum, en í Hattat eru Perkins mótorar, en verksmiðjurnar framleiða þá  mótora fyrir Breta. Þá er A-línan af Valtra dráttarvélunum framleidd á sama stað. Ég myndi því segja að Hattat vélarnar séu kynslóð á undan Solis hvað hönnun varðar, t.d. á húsi, en sumir eru samt hrifnari af Solis. 
 
Móðurfélagið framleiðir líka íhluti fyrir bíla og flugvélar
 
„Móðurfélag Hattat heitir Hema og framleiðir íhluti fyrir bíla og flugvélar og fleira fyrir ólík fyrirtæki um allan heim. Nafnið Hattat er ættarnafn eigendanna sem hófu framleiðslu undir eigin merki í framhaldi af framleiðslunni fyrir Valtra. Áður voru þeir að framleiða fyrir Ford og hafa einnig framleitt eldri týpur af Massey Ferguson fyrir heimamarkað sem ekki stenst lengur Evrópustaðla.
 
Í Hattat er notast við ýmislegt úr Valtra, eins og framhásingu, skiptingu og fleira. Þeir sem kynnt hafa sér vélarnar segja að þarna sé eiginlega um að ræða vél sem er sambærileg Valmet dráttarvélunum í kringum síðustu aldamót.“
 
Ingvar segir að margir sem hrifnir hafa verið að einfaldleika Solis dráttarvélanna séu jafnvel enn hrifnari af Hattat. Þar er t.d. ekki um að ræða Commonrail olíukerfi og því engar tölvustýringar sem geta truflað það. Sparneytnin verði kannski ekki alveg jafn mikil, en þeim mun auðveldara að eiga við viðgerðir. Þá er verðið á nýrri dráttarvél af Hattat gerð líka mun lægra en gengur og gerist. 
 
„Þú ert að fá 102 hestafla vél með lyftikrók að aftan á 4,5 milljónir fyrir utan virðisaukaskatt. Með moksturstækjum að framan er verðið í kringum 5,7 milljónir króna,“ segir Ingvar.
 
Tæki sem hægt er að fá á Hattat vélarnar koma frá framleiðanda á Írlandi. 

Skylt efni: dráttarvélar | Hattat

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...